Erlent

Dómi undirréttar snúið við

Åsne Seierstad
Åsne Seierstad
Norski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Åsne Seierstad var fyrir millidómstigi í Noregi í gær sýknuð af ákæru um að hafa rofið friðhelgi einkalífs í tengslum við skrif bókarinnar Bóksalinn í Kabúl.

Fjölskyldan Rais, sem hún hafði verið samvistum við í marga mánuði í Kabúl í Afganistan, hafði stefnt Seierstad fyrir að afhjúpa ýmis einkamál fjölskyldunnar.

Seierstad og bókaforlagið Cappelen Damm voru í fyrrasumar dæmd til að greiða bóksalanum og eiginkonu hans 250 þúsund norskar krónur, jafngildi rúmlega 5 milljóna íslenskra króna, í bætur.

Lögmaður fjölskyldunnar segir að nýja dóminum verði áfrýjað.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×