Innlent

Yfirfór bíla Stoltenbergs

Gunnar Egilsson Pólafarinn verður á suðurpólnum í dag.
Gunnar Egilsson Pólafarinn verður á suðurpólnum í dag.
Pólfarinn Gunnar Egilsson hefur verið önnum kafinn við undirbúning hátíðarhalda á suðurpólnum sem hefjast í dag í tilefni þess að öld er liðin frá því að norski landkönnuðurinn Roald Amundsen náði þangað fyrstur manna.

Gunnar yfirfór tvo sex hjóla Ford Econoline jeppa í eigu fyrirtækisins ANI sem munu flytja Jens Stoltenberg, forætisráðherra Noregs, og fylgdarlið hans um suðurheimsskautið. „Norðmenn vilja heiðra sinn mann og verða nokkrir af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar þarna samankomnir,“ segir Gunnar. - rve /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×