Úlpan í bílskúrnum Úrsúla Junemann skrifar 15. desember 2011 06:00 Ég var á leiðinni út í búð í gær. Veðrið var fallegt, snjór yfir öllu og 8 stiga frost. Ég var vel búin, klædd í kuldagalla og gönguskó og naut þess að vera úti. Þá stoppaði bíll við hliðina á mér og bílstjórinn ávarpaði mig: „Hei, talar þú íslensku?“ Og svo spurði hann mig til vegar. Þegar ég var búin að leiðbeina honum varð ég hugsi. Af hverju hélt hann að ég talaði ekki landsmálið? Svo runnu upp fyrir mér fleiri svona atvik. Ég lendi stundum í því að afgreiðslufólkið í einhverjum búðum byrjar að tala við mig á ensku og spyr: „Can I help you?“ Þá kem ég kannski inn í búðina úr vondu veðri, klædd í blautan regngalla af því að ég er hjólandi. Svona manneskja hlýtur að vera útendingur! Það er þá ekki „íslenskt“ að fara sinna ferðir gangandi eða hjólandi í öllum veðrum og vera klæddur í samræmi við veðrið. Já, er það ekki bara þannig? Síðustu dagana í köldu veðri hef ég til dæmis ekki hitt eitt einasta barn sem fór gangandi á leið minni í skólann. En bílalestin í kringum skólann á morgnana líkist því sem gerist í erlendri stórborg. Er það þá „íslenskt“ að skutla börnunum sínum alltaf í staðinn fyrir að láta þau ganga eða nota almenningssamgöngur? Út úr húsi – inn í bíl, sem er að sjálfsögðu vel upphitaður – og inn í hús aftur. Þannig er það hjá mörgum. Fólk á sem sagt sínar úlpur og kuldagalla í bílskúrnum og „skjólfötin“ eru úr blikki. Og börnin sem hoppa út úr bíl fyrir framan skólann eru oft illa klædd og ekki tilbúin til útiveru, vælandi úr kulda í frímínútunum. Getur það ekki verið að þessi börn næli sér fyrst allra í alls konar kvefpestir af því að líkaminn hefur ekki þróað nógu góða mótstöðu gegn veikindum? Er það þá „íslenskt“ að vera klæddur eftir nýjasta tískublaði en ekki eftir veðri? Vera jafnvel sokkalaus með bera leggi í frosti og snjó? Taka áhættuna á því að fá blöðrubólgu bara til þess að vera smart? Láta bílinn hita sig upp í lausagangi til þess að þurfa ekki að klæða sig í einhverja ljóta úlpu? Og fara helst alveg inn í búð á bíl til þess að þurfa ekki að stíga skref út í snjóinn á fínu háhæla skónum sínum? Hvernig væri nú að jólafötin í ár yrðu góð skjólföt í staðinn fyrir enn einn prinsessukjóllinn? Sennilega hanga nógu mörg slík föt í fataskápnum eins og er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég var á leiðinni út í búð í gær. Veðrið var fallegt, snjór yfir öllu og 8 stiga frost. Ég var vel búin, klædd í kuldagalla og gönguskó og naut þess að vera úti. Þá stoppaði bíll við hliðina á mér og bílstjórinn ávarpaði mig: „Hei, talar þú íslensku?“ Og svo spurði hann mig til vegar. Þegar ég var búin að leiðbeina honum varð ég hugsi. Af hverju hélt hann að ég talaði ekki landsmálið? Svo runnu upp fyrir mér fleiri svona atvik. Ég lendi stundum í því að afgreiðslufólkið í einhverjum búðum byrjar að tala við mig á ensku og spyr: „Can I help you?“ Þá kem ég kannski inn í búðina úr vondu veðri, klædd í blautan regngalla af því að ég er hjólandi. Svona manneskja hlýtur að vera útendingur! Það er þá ekki „íslenskt“ að fara sinna ferðir gangandi eða hjólandi í öllum veðrum og vera klæddur í samræmi við veðrið. Já, er það ekki bara þannig? Síðustu dagana í köldu veðri hef ég til dæmis ekki hitt eitt einasta barn sem fór gangandi á leið minni í skólann. En bílalestin í kringum skólann á morgnana líkist því sem gerist í erlendri stórborg. Er það þá „íslenskt“ að skutla börnunum sínum alltaf í staðinn fyrir að láta þau ganga eða nota almenningssamgöngur? Út úr húsi – inn í bíl, sem er að sjálfsögðu vel upphitaður – og inn í hús aftur. Þannig er það hjá mörgum. Fólk á sem sagt sínar úlpur og kuldagalla í bílskúrnum og „skjólfötin“ eru úr blikki. Og börnin sem hoppa út úr bíl fyrir framan skólann eru oft illa klædd og ekki tilbúin til útiveru, vælandi úr kulda í frímínútunum. Getur það ekki verið að þessi börn næli sér fyrst allra í alls konar kvefpestir af því að líkaminn hefur ekki þróað nógu góða mótstöðu gegn veikindum? Er það þá „íslenskt“ að vera klæddur eftir nýjasta tískublaði en ekki eftir veðri? Vera jafnvel sokkalaus með bera leggi í frosti og snjó? Taka áhættuna á því að fá blöðrubólgu bara til þess að vera smart? Láta bílinn hita sig upp í lausagangi til þess að þurfa ekki að klæða sig í einhverja ljóta úlpu? Og fara helst alveg inn í búð á bíl til þess að þurfa ekki að stíga skref út í snjóinn á fínu háhæla skónum sínum? Hvernig væri nú að jólafötin í ár yrðu góð skjólföt í staðinn fyrir enn einn prinsessukjóllinn? Sennilega hanga nógu mörg slík föt í fataskápnum eins og er.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar