Fylgi reglum um starfsanda og góðan skólabrag 15. desember 2011 05:00 Brekkubæjarskóli Meirihluti starfsfólks segist ánægður og fjölskylduráð Akraness styður stjórn Brekkubæjarskóla. Fjölskylduráð Akraness segist styðja stjórnendur Brekkubæjarskóla í „að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag“. Starfsmannamál Brekkubæjarskóla voru til umfjöllunar á fundi fjölskylduráðsins á sunnudag. Krytur hafa verið milli skólastjórans og nokkurra kennara, þar af tveggja með samanlagt 67 ára starfsreynslu sem sagt hafa upp störfum frá áramótum. Meðal áheyrnarfulltrúa á fundinum var Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri. Fjölskylduráðið kveðst telja að málin séu í góðum farvegi hjá stjórnendum Brekkubæjarskóla. Ráðið hvetji skólasamfélagið í heild sinni til að vinna samkvæmt því sem segir í reglugerð um jákvæðan skólabrag og samskipti sem og ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagins í grunnskólum. „Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi og góðri umgengni. Einnig kemur fram að starfsfólk grunnskóla, nemendur og foreldrar skulu í sameiningu leggja áherslu á að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag,“ segir í bókun fjölskylduráðsins. Í síðustu viku sendi starfsfólk Brekkubæjarskóla frá sér yfirlýsingu um að meirihluta þeirra liði vel í skólanum og væri ánægt í starfi. Á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag lýsti Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi hins vegar yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð starfsmannastjóra bæjarins í máli fyrrnefndu kennaranna tveggja. „Er hennar eina aðkoma fólgin í aðstoð við ráðningu aðkeypts sérfræðings að beiðni skólastjórans. Ég hafði væntingar til þess að unnt væri að leysa vandamálin þannig að allir aðilar gætu vel við unað,“ bókaði Gunnar.- gar Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira
Fjölskylduráð Akraness segist styðja stjórnendur Brekkubæjarskóla í „að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag“. Starfsmannamál Brekkubæjarskóla voru til umfjöllunar á fundi fjölskylduráðsins á sunnudag. Krytur hafa verið milli skólastjórans og nokkurra kennara, þar af tveggja með samanlagt 67 ára starfsreynslu sem sagt hafa upp störfum frá áramótum. Meðal áheyrnarfulltrúa á fundinum var Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri. Fjölskylduráðið kveðst telja að málin séu í góðum farvegi hjá stjórnendum Brekkubæjarskóla. Ráðið hvetji skólasamfélagið í heild sinni til að vinna samkvæmt því sem segir í reglugerð um jákvæðan skólabrag og samskipti sem og ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagins í grunnskólum. „Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi og góðri umgengni. Einnig kemur fram að starfsfólk grunnskóla, nemendur og foreldrar skulu í sameiningu leggja áherslu á að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag,“ segir í bókun fjölskylduráðsins. Í síðustu viku sendi starfsfólk Brekkubæjarskóla frá sér yfirlýsingu um að meirihluta þeirra liði vel í skólanum og væri ánægt í starfi. Á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag lýsti Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi hins vegar yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð starfsmannastjóra bæjarins í máli fyrrnefndu kennaranna tveggja. „Er hennar eina aðkoma fólgin í aðstoð við ráðningu aðkeypts sérfræðings að beiðni skólastjórans. Ég hafði væntingar til þess að unnt væri að leysa vandamálin þannig að allir aðilar gætu vel við unað,“ bókaði Gunnar.- gar
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira