Innlent

Skotárásin skipulögð af Outlaws

Byssur Lögreglan hefur lagt hald á byssur oog fleiri vopn í tengslum við árásina.
Byssur Lögreglan hefur lagt hald á byssur oog fleiri vopn í tengslum við árásina.
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fjórum mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi og einangrun vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás sem gerð var á bifreið í austurborginni 18. nóvember síðastliðinn. Þremur mannanna er gert að sitja áfram inni til 22. desember og hinum fjórða til 16. desember.

Tvisvar var skotið á umrædda bifreið með þeim afleiðingum að höglin lentu í fyrra skiptið á framenda bifreiðarinnar en í hið síðara mölbrutu þau afturrúðu í bílnum og nokkur högl lentu í farþegasæti bifreiðarinnar sem í voru ökumaður og farþegi. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Tveir mannanna földu sig í Borgarfirði eftir árásina.

Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur meðal annars fram að lögreglan hafi til rannsóknar afar alvarlegt afbrot, lífshættulega skotárás, sem hafi augljóslega verið liður í uppgjöri tveggja manna vegna fíkniefna. Að mati lögreglu sé hér um að ræða afbrot sem framið hafi verið með skipulögðum og verkskiptum hætti af hópi manna, sem allir kenni sig við Outlaws.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×