Innlent

Eyddu hálfum milljarði á hátíðinni

Grímur Atlason.
Grímur Atlason.
Erlendir ferðamenn sem sóttu Iceland Airwaves-hátíðina heim eyddu 450 milljónum króna meðan á hátíðinni stóð. Þetta kemur fram í könnun á hagrænum áhrifum komu gesta hátíðarinnar hingað til lands, sem unnin er á vegum Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar.

Iceland Airwaves stóð yfir dagana 31. október til 4. nóvember.

Gestum hátíðarinnar fjölgaði um 23 prósent frá árinu 2010. Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 26 prósent og voru nú tæplega 3.000, en 3.500 Íslendingar sóttu hátíðina. Auk þeirra 450 milljóna króna sem erlendu gestirnir eyða hér á landi, eyða þeir 190 milljónum króna í ferðakostnað. Veltuaukning á milli ára nemur 44 prósentum. Í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir margföldunaráhrifum.

„Þetta sýnir að það er monní í menningunni sem skilar sér til samfélagsins,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Airwaves. - kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×