Lífið

Tilnefningar til Golden Globe

Líklegur til afreka George Clooney er sjálfur tilnefndur til tvennra Golden Globe-verðlauna, annars vegar sem besti leikarinn og hins vegar sem besti leikstjórinn.
Nordic Photos/Getty
Líklegur til afreka George Clooney er sjálfur tilnefndur til tvennra Golden Globe-verðlauna, annars vegar sem besti leikarinn og hins vegar sem besti leikstjórinn. Nordic Photos/Getty
Franska svart/hvíta-myndin The Artist fékk flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Myndin er óður til þöglumyndaskeiðsins í Hollywood á upphafsárum draumaverksmiðjunnar og virðist fara ansi vel ofan í samtök erlendra fréttamanna í Hollywood.

Báðir aðalleikararnir, Jean Dujardin og Berenice Bejo, fá tilnefningar sem og leikstjóri hennar, Michel Hazanavicius. Myndin er tilnefnd í flokki gaman- og söngleikja.

George Clooney verður að teljast til alls líklegur á hátíðinni. Og hefst þá svokölluð Clooney-upptalning: Hann leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Descendants sem er tilnefnd í flokknum besta „drama“-myndin, hann er sjálfur tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Kvikmyndin The Ides of March, sem Clooney leikstýrir, er tilnefnd sem besta myndin og hann er sjálfur tilnefndur fyrir leikstjórn þeirrar myndar.

Athygli vekur að Golden Globe-dómnefndin ákveður nánast að sniðganga nýjustu kvikmynd Stevens Spielberg, War Horse, og tilnefnir hana „eingöngu“ í flokknum besta myndin. Dómnefndin horfir algjörlega fram hjá kvikmynd Stephens Daldry, Extremely Loud and Incredibly Close, en margir höfðu spáð henni mikilli velgengni. Rooney Mara fær tilnefningu sem Lisbeth Salander í Karlar sem hata konur en hún fær einnig tilnefningu fyrir tónlistina. Hægt er að kynna sér allar tilnefningar á visir.is. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×