Mugison með sex tilnefningar 17. desember 2011 11:00 María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna, greinir frá tilnefningunum. Beggja vegna hennar eru Stuðmennirnir fyrrverandi, Egill Ólafsson og Ragnhildur Gísladóttir. Fréttablaðið/Valli Tilkynnt var um verðlaunaplötur Kraums í gær og einnig um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Sex íslenskar plötur hlutu Kraumsverðlaunin í gær, eða nýjustu plötur ADHD, Lay Low, Reykjavík!, Samaris, Sin Fang og Sóleyjar. Að mati dómnefndarinnar eiga þær það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og skemmtilegar. Alls voru tuttugu plötur tilnefndar til verðlaunanna en formaður dómnefndar er blaðamaðurinn Árni Matthíasson. Kraumur mun leggja metnað við að styðja alla þá titla sem eru valdir á Kraumslistann, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu. Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bak við þær að koma verkum sínum á framfæri erlendis. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru einnig tilkynntar í gær. Mugison og GusGus fengu flestar tilnefningar, fyrir plöturnar Haglél og Arabian Horse, eða sex talsins. Á eftir þeim komu Lay Low og Björk með fimm tilnefningar hvor og Of Monsters and Men með þrjár. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Silfurbergi, Hörpu, 29. febrúar. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tilkynnt var um verðlaunaplötur Kraums í gær og einnig um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Sex íslenskar plötur hlutu Kraumsverðlaunin í gær, eða nýjustu plötur ADHD, Lay Low, Reykjavík!, Samaris, Sin Fang og Sóleyjar. Að mati dómnefndarinnar eiga þær það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og skemmtilegar. Alls voru tuttugu plötur tilnefndar til verðlaunanna en formaður dómnefndar er blaðamaðurinn Árni Matthíasson. Kraumur mun leggja metnað við að styðja alla þá titla sem eru valdir á Kraumslistann, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu. Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bak við þær að koma verkum sínum á framfæri erlendis. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru einnig tilkynntar í gær. Mugison og GusGus fengu flestar tilnefningar, fyrir plöturnar Haglél og Arabian Horse, eða sex talsins. Á eftir þeim komu Lay Low og Björk með fimm tilnefningar hvor og Of Monsters and Men með þrjár. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Silfurbergi, Hörpu, 29. febrúar.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira