Erfitt fyrir þá ensku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. desember 2011 06:30 Mun Kolbeinn Sigþórsson ná sér fyrir leikinn á Old Trafford? Mynd/Nordic Photos/Getty Óhætt er að segja að ensk lið hafi ekki fengið auðvelda andstæðinga þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu annars vegar og 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA hins vegar í gær. Einnig var dregið í 16-liða úrslit síðarnefndu keppninnar. Í Meistaradeildinni þurfa Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea að byrja á Ítalíu. Arsenal fékk stórlið AC Milan en Chelsea leikur gegn Napoli sem sá til þess ásamt Bayern München að Manchester City komst ekki áfram í Meistaradeildina. Manchester-liðin City og United urðu nefnilega bæði í þriðja sæti í sínum riðlum í Meistaradeildinni og fara því í Evrópudeildina eftir áramót. City dróst gegn núverandi meisturum Porto í 32-liða úrslitunum og United fékk líka erfiðan leik – gegn Kolbeini Sigþórssyni og samherjum í hollenska liðinu Ajax. Leikirnir fara fram 16. og 23. febrúar og óvíst hvort Kolbeinn verður orðinn heill af öxlameiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu vikur og mánuði. Þriðja enska liðið, Stoke, mætir svo Valencia frá Spáni og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir Tony Pulis og hans menn. Hollensku liðin Ajax og AZ Alkmaar eru einu Íslendingaliðin í Evrópudeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með síðarnefnda liðinu. AZ dróst gegn Anderlecht frá Belgíu í 32-liða úrslitunum og ef Jóhann Berg og félagar komast áfram mæta þeir mögulega Udinese sem situr nú á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar má nefna að Evrópumeistarar Barcelona mæta Bayer Leverkusen frá Þýskalandi og Real Madrid leikur gegn CSKA Moskvu frá Rússlandi. Þá glöddust Svisslendingar sjálfsagt mikið því FC Basel mætir „stóra bróður" frá Þýskalandi, FC Bayern München. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Óhætt er að segja að ensk lið hafi ekki fengið auðvelda andstæðinga þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu annars vegar og 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA hins vegar í gær. Einnig var dregið í 16-liða úrslit síðarnefndu keppninnar. Í Meistaradeildinni þurfa Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea að byrja á Ítalíu. Arsenal fékk stórlið AC Milan en Chelsea leikur gegn Napoli sem sá til þess ásamt Bayern München að Manchester City komst ekki áfram í Meistaradeildina. Manchester-liðin City og United urðu nefnilega bæði í þriðja sæti í sínum riðlum í Meistaradeildinni og fara því í Evrópudeildina eftir áramót. City dróst gegn núverandi meisturum Porto í 32-liða úrslitunum og United fékk líka erfiðan leik – gegn Kolbeini Sigþórssyni og samherjum í hollenska liðinu Ajax. Leikirnir fara fram 16. og 23. febrúar og óvíst hvort Kolbeinn verður orðinn heill af öxlameiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu vikur og mánuði. Þriðja enska liðið, Stoke, mætir svo Valencia frá Spáni og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir Tony Pulis og hans menn. Hollensku liðin Ajax og AZ Alkmaar eru einu Íslendingaliðin í Evrópudeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með síðarnefnda liðinu. AZ dróst gegn Anderlecht frá Belgíu í 32-liða úrslitunum og ef Jóhann Berg og félagar komast áfram mæta þeir mögulega Udinese sem situr nú á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar má nefna að Evrópumeistarar Barcelona mæta Bayer Leverkusen frá Þýskalandi og Real Madrid leikur gegn CSKA Moskvu frá Rússlandi. Þá glöddust Svisslendingar sjálfsagt mikið því FC Basel mætir „stóra bróður" frá Þýskalandi, FC Bayern München.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira