Hættur að leika feita strákinn 20. desember 2011 13:00 Jonah Hill getur leikið fleira en fyndna hrakfallabálkinn.nordicphotos/Getty Jonah Hill leikur í Moneyball á móti Brad Pitt. Hlutverkið hefur breytt lífi hans til mikilla muna. Ferill leikarans unga Jonah Hill hefur heldur betur tekið kipp upp á við á árinu sem er að líða. Hill, sem áður var þekktastur fyrir að hafa leikið í gamanmyndum líkt og Get Him to the Greek og Superbad, hefur verið tilnefndur til Screen Actors Guild og Golden Globe verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Moneyball þar sem hann leikur á móti Brad Pitt og Philip Seymour Hoffman. Hill segist enn ekki trúa því að hann hafi fengið tilnefningarnar, og segir tilfinninguna líkjast því að gifta sig eða eignast barn. „Viðbrögðin sem ég hef fengið eru ólík nokkru sem ég hef kynnst áður. Þetta er í fyrsta sinn sem eitthvað svona ótrúlegt gerist í lífi mínu – mamma mín og pabbi fóru meira að segja að gráta.“ Hill er ánægður með að hafa fengið tækifæri til að sýna leikhæfileika sína, og telur sig hafa verið á barmi þess að festast til frambúðar í sama hlutverkinu sem feiti, fyndni strákurinn. Hann sagðist hafa fundið á sér að stór breyting yrði á lífi hans þegar hann fékk hlutverkið á móti Brad Pitt. Þegar tökum á Moneyball lauk tók leikarinn upp heilsusamlegra líferni og hefur grennst um tugi kílóa. Hann sagði í viðtali; „Mér líður eins og ég sé staddur á frábæru skeiði í lífinu. Þetta er tími breytinga. Mér leið eins og ég væri að upplifa örlagaríkt augnablik þegar ég fékk hlutverkið, og það var það svo sannarlega.“ Golden Globes Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Sjá meira
Jonah Hill leikur í Moneyball á móti Brad Pitt. Hlutverkið hefur breytt lífi hans til mikilla muna. Ferill leikarans unga Jonah Hill hefur heldur betur tekið kipp upp á við á árinu sem er að líða. Hill, sem áður var þekktastur fyrir að hafa leikið í gamanmyndum líkt og Get Him to the Greek og Superbad, hefur verið tilnefndur til Screen Actors Guild og Golden Globe verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Moneyball þar sem hann leikur á móti Brad Pitt og Philip Seymour Hoffman. Hill segist enn ekki trúa því að hann hafi fengið tilnefningarnar, og segir tilfinninguna líkjast því að gifta sig eða eignast barn. „Viðbrögðin sem ég hef fengið eru ólík nokkru sem ég hef kynnst áður. Þetta er í fyrsta sinn sem eitthvað svona ótrúlegt gerist í lífi mínu – mamma mín og pabbi fóru meira að segja að gráta.“ Hill er ánægður með að hafa fengið tækifæri til að sýna leikhæfileika sína, og telur sig hafa verið á barmi þess að festast til frambúðar í sama hlutverkinu sem feiti, fyndni strákurinn. Hann sagðist hafa fundið á sér að stór breyting yrði á lífi hans þegar hann fékk hlutverkið á móti Brad Pitt. Þegar tökum á Moneyball lauk tók leikarinn upp heilsusamlegra líferni og hefur grennst um tugi kílóa. Hann sagði í viðtali; „Mér líður eins og ég sé staddur á frábæru skeiði í lífinu. Þetta er tími breytinga. Mér leið eins og ég væri að upplifa örlagaríkt augnablik þegar ég fékk hlutverkið, og það var það svo sannarlega.“
Golden Globes Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Sjá meira