Snjókorn falla Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. desember 2011 22:00 Bíó. Hjem til jul. Leikstjórn: Bent Hamer. Leikarar: Trond Fausa Aurvåg, Fridtjov Såheim, Reidar Sørensen, Ingunn Beate Øyen, Nina Andresen Borud, Tomas Norström, Joachim Calmeyer, Cecilie Mosli. Norska kvikmyndin Hjem til jul er sannkölluð jólamynd og um leið eins konar smásagnasafn, en myndin gerist á aðfangadagskvöld og segir sögur margra mismunandi persóna sem standa flestar á einhvers konar krossgötum í lífi sínu. Þrátt fyrir að frásögnin sé oftast dramatísk er sjaldan stutt í svartan húmorinn og er það hrein unun að fylgjast með mislukkaða fráskilda pabbanum reyna að koma gjöfum til barnanna sinna í gervi jólasveins, eftir að hafa rotað stjúppabbann með skóflu úti í hlöðu. Sagan af umrenningnum sem reynir að komast heim til sín fyrir jól er ekki jafn spaugileg og minnir mann á það hversu hverfult lífið er. Tveir gamlir skólafélagar hittast. Hún lítur vel út og selur jólatré. Hann er dauðvona alkóhólisti og betlari. Gríðarsterk sena og laus við tilgerð. Leikstjórinn, Bent Hamer, gerir þetta vel. Myndin er jólaleg og upplífgandi þrátt fyrir að vera stútfull af drama og depurð. Það er helst bláendirinn sem ég set spurningamerki við. Er hann fallegur eða hallærislegur? Ég er ekki alveg viss. Það er varla að ég nenni að velta mér upp úr því. Hjem til jul er nefnilega búin að koma mér í svo mikið jólaskap. Niðurstaða: Krúttleg mynd sem gefur yl í kroppinn eftir langan dag á Laugaveginum. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. Hjem til jul. Leikstjórn: Bent Hamer. Leikarar: Trond Fausa Aurvåg, Fridtjov Såheim, Reidar Sørensen, Ingunn Beate Øyen, Nina Andresen Borud, Tomas Norström, Joachim Calmeyer, Cecilie Mosli. Norska kvikmyndin Hjem til jul er sannkölluð jólamynd og um leið eins konar smásagnasafn, en myndin gerist á aðfangadagskvöld og segir sögur margra mismunandi persóna sem standa flestar á einhvers konar krossgötum í lífi sínu. Þrátt fyrir að frásögnin sé oftast dramatísk er sjaldan stutt í svartan húmorinn og er það hrein unun að fylgjast með mislukkaða fráskilda pabbanum reyna að koma gjöfum til barnanna sinna í gervi jólasveins, eftir að hafa rotað stjúppabbann með skóflu úti í hlöðu. Sagan af umrenningnum sem reynir að komast heim til sín fyrir jól er ekki jafn spaugileg og minnir mann á það hversu hverfult lífið er. Tveir gamlir skólafélagar hittast. Hún lítur vel út og selur jólatré. Hann er dauðvona alkóhólisti og betlari. Gríðarsterk sena og laus við tilgerð. Leikstjórinn, Bent Hamer, gerir þetta vel. Myndin er jólaleg og upplífgandi þrátt fyrir að vera stútfull af drama og depurð. Það er helst bláendirinn sem ég set spurningamerki við. Er hann fallegur eða hallærislegur? Ég er ekki alveg viss. Það er varla að ég nenni að velta mér upp úr því. Hjem til jul er nefnilega búin að koma mér í svo mikið jólaskap. Niðurstaða: Krúttleg mynd sem gefur yl í kroppinn eftir langan dag á Laugaveginum.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira