Snjókorn falla Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. desember 2011 22:00 Bíó. Hjem til jul. Leikstjórn: Bent Hamer. Leikarar: Trond Fausa Aurvåg, Fridtjov Såheim, Reidar Sørensen, Ingunn Beate Øyen, Nina Andresen Borud, Tomas Norström, Joachim Calmeyer, Cecilie Mosli. Norska kvikmyndin Hjem til jul er sannkölluð jólamynd og um leið eins konar smásagnasafn, en myndin gerist á aðfangadagskvöld og segir sögur margra mismunandi persóna sem standa flestar á einhvers konar krossgötum í lífi sínu. Þrátt fyrir að frásögnin sé oftast dramatísk er sjaldan stutt í svartan húmorinn og er það hrein unun að fylgjast með mislukkaða fráskilda pabbanum reyna að koma gjöfum til barnanna sinna í gervi jólasveins, eftir að hafa rotað stjúppabbann með skóflu úti í hlöðu. Sagan af umrenningnum sem reynir að komast heim til sín fyrir jól er ekki jafn spaugileg og minnir mann á það hversu hverfult lífið er. Tveir gamlir skólafélagar hittast. Hún lítur vel út og selur jólatré. Hann er dauðvona alkóhólisti og betlari. Gríðarsterk sena og laus við tilgerð. Leikstjórinn, Bent Hamer, gerir þetta vel. Myndin er jólaleg og upplífgandi þrátt fyrir að vera stútfull af drama og depurð. Það er helst bláendirinn sem ég set spurningamerki við. Er hann fallegur eða hallærislegur? Ég er ekki alveg viss. Það er varla að ég nenni að velta mér upp úr því. Hjem til jul er nefnilega búin að koma mér í svo mikið jólaskap. Niðurstaða: Krúttleg mynd sem gefur yl í kroppinn eftir langan dag á Laugaveginum. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bíó. Hjem til jul. Leikstjórn: Bent Hamer. Leikarar: Trond Fausa Aurvåg, Fridtjov Såheim, Reidar Sørensen, Ingunn Beate Øyen, Nina Andresen Borud, Tomas Norström, Joachim Calmeyer, Cecilie Mosli. Norska kvikmyndin Hjem til jul er sannkölluð jólamynd og um leið eins konar smásagnasafn, en myndin gerist á aðfangadagskvöld og segir sögur margra mismunandi persóna sem standa flestar á einhvers konar krossgötum í lífi sínu. Þrátt fyrir að frásögnin sé oftast dramatísk er sjaldan stutt í svartan húmorinn og er það hrein unun að fylgjast með mislukkaða fráskilda pabbanum reyna að koma gjöfum til barnanna sinna í gervi jólasveins, eftir að hafa rotað stjúppabbann með skóflu úti í hlöðu. Sagan af umrenningnum sem reynir að komast heim til sín fyrir jól er ekki jafn spaugileg og minnir mann á það hversu hverfult lífið er. Tveir gamlir skólafélagar hittast. Hún lítur vel út og selur jólatré. Hann er dauðvona alkóhólisti og betlari. Gríðarsterk sena og laus við tilgerð. Leikstjórinn, Bent Hamer, gerir þetta vel. Myndin er jólaleg og upplífgandi þrátt fyrir að vera stútfull af drama og depurð. Það er helst bláendirinn sem ég set spurningamerki við. Er hann fallegur eða hallærislegur? Ég er ekki alveg viss. Það er varla að ég nenni að velta mér upp úr því. Hjem til jul er nefnilega búin að koma mér í svo mikið jólaskap. Niðurstaða: Krúttleg mynd sem gefur yl í kroppinn eftir langan dag á Laugaveginum.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira