Um lífeyri og langtíma viðmið Gylfi Arnbjörnsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Undanfarið hefur mikið verið fjallað um það viðmið um raunávöxtun, sem notuð er í lífeyriskerfinu til að ákvarða framtíðar lífeyrisréttindi og núvirða framtíðartekjur og -gjöld sjóðanna. Umræða um lífeyrismál er mikilvæg, en því miður byggir þessi umfjöllun á misskilningi á nokkrum grundvallaratriðum sem leiðir til þess að einblínt er á ranga þætti í þróun fjármálamarkaðar og lífeyriskerfis. Í fyrsta lagi er rétt að árétta að það eru engin lög sem kveða á um lágmarksvexti hjá lífeyrissjóðunum. Eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á hefur ávöxtunarkrafa lækkað verulega. Raunvextir íbúðabréfa eru nú komnir vel niður fyrir 3% og raunvextir innistæðna eru neikvæðir. Samt sem áður eru lífeyrissjóðirnir á þessum markaði og hafa ekki brotið nein lög. Eina ákvæði laganna er að lífeyrissjóðum ber að ávaxta fé sjóðsfélaga með sem bestum hætti m.t.t. ávöxtunar og áhættu á hverjum tíma. Í öðru lagi verður að hafa það í huga að umrætt viðmið er hugsað sem langtímaávöxtun eigna sjóðanna. Hver einstaklingur hefur samskipti við sinn lífeyrissjóð í allt að 65-70 ár. Viðmiðið við útreikning réttinda þessa einstaklings gerir ráð fyrir að sjóðnum takist að ná 3,5% raunávöxtun á iðgjöld hans að meðaltali allt þetta tímabil. Því ber að fara varlega í breytingar á þessu viðmiði, því þær hafa mikil áhrif á réttindi sjóðsfélaga. Hækkun eða lækkun þessa viðmiðs um 0,5% jafngildir 10-12% hækkun eða lækkun iðgjalda eða lífeyrisréttinda. Í Bandaríkjunum er algengasta viðmiðunin t.d. 4,5% og víða í Evrópu er miðað við 3-4% þannig að íslenska lífeyriskerfið sker sig ekkert úr hvað þetta varðar. Í þriðja lagi hefur í umræðunni verið vitnað til kenningar um að raunvextir geti ekki verið hærri en hagvöxtur. Fyrir utan hvað þessi kenning hvílir á veikum grunni, einkum ef litið er til þróunar vestrænna hagkerfa, lítur hún framhjá þeirri staðreynd að mun fleiri þættir hafa áhrif á raunávöxtun einstakra eignarflokka en hagvöxtur. Sérstaklega á þetta við um ávöxtun hlutabréfa og víkjandi lána með ívilnunum. Lífeyrissjóðirnir eru þátttakendur á alþjóðlegum fjármálamarkaði og geta nýtt sér ávöxtunartækifæri víðar en hér og í fleiri eignarflokkum en hingað til hefur verið gert, þó þessir kostir séu nú takmarkaðir með gjaldeyrishöftunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um það viðmið um raunávöxtun, sem notuð er í lífeyriskerfinu til að ákvarða framtíðar lífeyrisréttindi og núvirða framtíðartekjur og -gjöld sjóðanna. Umræða um lífeyrismál er mikilvæg, en því miður byggir þessi umfjöllun á misskilningi á nokkrum grundvallaratriðum sem leiðir til þess að einblínt er á ranga þætti í þróun fjármálamarkaðar og lífeyriskerfis. Í fyrsta lagi er rétt að árétta að það eru engin lög sem kveða á um lágmarksvexti hjá lífeyrissjóðunum. Eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á hefur ávöxtunarkrafa lækkað verulega. Raunvextir íbúðabréfa eru nú komnir vel niður fyrir 3% og raunvextir innistæðna eru neikvæðir. Samt sem áður eru lífeyrissjóðirnir á þessum markaði og hafa ekki brotið nein lög. Eina ákvæði laganna er að lífeyrissjóðum ber að ávaxta fé sjóðsfélaga með sem bestum hætti m.t.t. ávöxtunar og áhættu á hverjum tíma. Í öðru lagi verður að hafa það í huga að umrætt viðmið er hugsað sem langtímaávöxtun eigna sjóðanna. Hver einstaklingur hefur samskipti við sinn lífeyrissjóð í allt að 65-70 ár. Viðmiðið við útreikning réttinda þessa einstaklings gerir ráð fyrir að sjóðnum takist að ná 3,5% raunávöxtun á iðgjöld hans að meðaltali allt þetta tímabil. Því ber að fara varlega í breytingar á þessu viðmiði, því þær hafa mikil áhrif á réttindi sjóðsfélaga. Hækkun eða lækkun þessa viðmiðs um 0,5% jafngildir 10-12% hækkun eða lækkun iðgjalda eða lífeyrisréttinda. Í Bandaríkjunum er algengasta viðmiðunin t.d. 4,5% og víða í Evrópu er miðað við 3-4% þannig að íslenska lífeyriskerfið sker sig ekkert úr hvað þetta varðar. Í þriðja lagi hefur í umræðunni verið vitnað til kenningar um að raunvextir geti ekki verið hærri en hagvöxtur. Fyrir utan hvað þessi kenning hvílir á veikum grunni, einkum ef litið er til þróunar vestrænna hagkerfa, lítur hún framhjá þeirri staðreynd að mun fleiri þættir hafa áhrif á raunávöxtun einstakra eignarflokka en hagvöxtur. Sérstaklega á þetta við um ávöxtun hlutabréfa og víkjandi lána með ívilnunum. Lífeyrissjóðirnir eru þátttakendur á alþjóðlegum fjármálamarkaði og geta nýtt sér ávöxtunartækifæri víðar en hér og í fleiri eignarflokkum en hingað til hefur verið gert, þó þessir kostir séu nú takmarkaðir með gjaldeyrishöftunum.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun