Stökkbreytt veira vekur ugg hérlendis 21. desember 2011 08:00 Fuglaflensan 2006 Vísindamenn í Hollandi segja ástæðu þess að þeir þróuðu nýlega stökkbreytt afbrigði af veirunni þá að þekkingin sé nauðsynleg í þróun betri bóluefna.Fréttablaðið/Ap Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt afbrigði fuglaflensunnar H5N1 sem smitast milli manna með lofti. Bandarísk yfirvöld óttast faraldur og meta hvort birta eigi rannsóknirnar. Mér líst ekkert á blikuna, segir sóttvarnalæknir. „Nú eru þeir búnir að gera það sem allir hafa óttast. Þetta eru mjög vondar fréttir,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt og banvænt afbrigði af fuglaflensunni H5N1. Því er haldið fram að veiran geti nú smitast með lofti á milli manna, en fyrra afbrigði smitaðist með snertingu. Fréttastofan Sky greinir frá því að forsvarsmenn rannsóknarstofunnar, Erasmus Medical Center í Rotterdam, vilji fá að birta niðurstöður rannsókna sinna opinberlega en bandarísk yfirvöld eru efins þar sem ótti ríkir um að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér upplýsingarnar. Haraldur segir rannsóknarstöðina vel þekkta og virta á sínu sviði. Hann segir þó, líkt og stjórnandi rannsóknarinnar, Ron Fouchier, sagði við Sky að stökkbreytingin hefði einnig getað gerst þar sem veiran er í sínu náttúrulega umhverfi. „Veiran hefði getað þróast á þennan hátt og það er í raun tímaspursmál hvenær hún tekur þetta upp hjá sjálfri sér,“ segir Haraldur. „Það er nákvæmlega það sem menn óttuðust, því hún er enn í fuglum víða um heim og menn geta ennþá smitast.“ Í samtali við Sky segir Fouchier að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið sá að sjá hversu auðveldlega hægt sé að stökkbreyta veirunni úr sinni upprunalegu mynd í bráðsmitandi inflúensu. Það hafi verið mun auðveldara en talið var í fyrstu. Hann telur að sú þekking sem hafi skapast við rannsóknirnar sé bráðnauðsynleg til að þróa ný og betri bóluefni. Haraldur segir að nauðsynlegt sé að muna að upprunalega fuglaflensan hafi einnig verið banvæn, eins og þessi, en smitleiðir voru erfiðari. Þó hafi annar hver smitaður maður dáið. „Mér líst ekkert á blikuna,“ segir hann. „Ef þessi nýja veira er jafnskæð og sú sem er í náttúrunni eru þetta ekki góðar fréttir.“ Hann segir að komist stökkbreytta afbrigðið út í andrúmsloftið gætum við átt von á alvarlegum inflúensufaraldri víða um heim, sem væri mun skæðari. „Það viljum við ekki sjá,“ segir hann. „En góðu fréttirnar eru þó þær að það eru til bóluefni við þessari veiru.“sunna@frettabladid.is Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt afbrigði fuglaflensunnar H5N1 sem smitast milli manna með lofti. Bandarísk yfirvöld óttast faraldur og meta hvort birta eigi rannsóknirnar. Mér líst ekkert á blikuna, segir sóttvarnalæknir. „Nú eru þeir búnir að gera það sem allir hafa óttast. Þetta eru mjög vondar fréttir,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt og banvænt afbrigði af fuglaflensunni H5N1. Því er haldið fram að veiran geti nú smitast með lofti á milli manna, en fyrra afbrigði smitaðist með snertingu. Fréttastofan Sky greinir frá því að forsvarsmenn rannsóknarstofunnar, Erasmus Medical Center í Rotterdam, vilji fá að birta niðurstöður rannsókna sinna opinberlega en bandarísk yfirvöld eru efins þar sem ótti ríkir um að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér upplýsingarnar. Haraldur segir rannsóknarstöðina vel þekkta og virta á sínu sviði. Hann segir þó, líkt og stjórnandi rannsóknarinnar, Ron Fouchier, sagði við Sky að stökkbreytingin hefði einnig getað gerst þar sem veiran er í sínu náttúrulega umhverfi. „Veiran hefði getað þróast á þennan hátt og það er í raun tímaspursmál hvenær hún tekur þetta upp hjá sjálfri sér,“ segir Haraldur. „Það er nákvæmlega það sem menn óttuðust, því hún er enn í fuglum víða um heim og menn geta ennþá smitast.“ Í samtali við Sky segir Fouchier að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið sá að sjá hversu auðveldlega hægt sé að stökkbreyta veirunni úr sinni upprunalegu mynd í bráðsmitandi inflúensu. Það hafi verið mun auðveldara en talið var í fyrstu. Hann telur að sú þekking sem hafi skapast við rannsóknirnar sé bráðnauðsynleg til að þróa ný og betri bóluefni. Haraldur segir að nauðsynlegt sé að muna að upprunalega fuglaflensan hafi einnig verið banvæn, eins og þessi, en smitleiðir voru erfiðari. Þó hafi annar hver smitaður maður dáið. „Mér líst ekkert á blikuna,“ segir hann. „Ef þessi nýja veira er jafnskæð og sú sem er í náttúrunni eru þetta ekki góðar fréttir.“ Hann segir að komist stökkbreytta afbrigðið út í andrúmsloftið gætum við átt von á alvarlegum inflúensufaraldri víða um heim, sem væri mun skæðari. „Það viljum við ekki sjá,“ segir hann. „En góðu fréttirnar eru þó þær að það eru til bóluefni við þessari veiru.“sunna@frettabladid.is
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira