Fimm bestu jólalögin 22. desember 2011 10:45 Baldur Ragnarsson, gítarleikari Skálmaldar. Engill fór í fátækt hús – Kristinn Sigmundsson og Ásdís Kristmundsdóttir ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju Þetta lag er að finna á plötunni „Ég held glaður jól" frá árinu 1985 sem ég hef ekki fundið á öðru formi en vínyl. Ég er almennt ekki hrifinn af „Áfram Jesús- og/eða Guð!"-jólalögum en lagið er það góð smíð að textinn truflar mann ekki mikið.Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla – Þrjú á palli Þú munt elska það eða hata það, það er enginn millivegur. Ég elska það og nota það óspart á fólk sem hatar það.Fairytale of New York– The Pogues Þetta er klassískt val. Þetta lag hefur fylgt mér í ansi mörg ár og þó að ég hlusti nú ekki eins mikið á það í dag og ég gerði þá hafði það klárlega mikil áhrif. Ógæfa er líka alltaf heillandi.Nenni ekki norður um jólin – Jólagestir Bekkens Þetta lag er eftir góða drengi og var samið fyrir jólalagakeppni Rásar 2 nú í ár. Mér finnst tónninn í því skemmtilegur og viðlagið er gullmoli. Svo á þetta vel við í ár þar sem ég fer ekki norður um jólin heldur til Japans, ég treysti bara ekki Víkurskarðinu.Jólafeitabolla – Morðingjarnir Þetta lag er algjörlega frábært, sérstaklega af því að ég spila á trompet í því. Ég sýg rassgöt á trompet og er því nokkuð ánægður með að másið mitt hafi verið notað. Svo eru góð stuðjólalög vægast sagt sjaldgæf. Harmageddon Mest lesið Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon „Sá sem er kristinn hefur allar ástæður í veröldinni til að hlakka til“ Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Viltu vinna nýju plötuna með Diktu? Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon Afhverju niðurgreiðum við bílastæði meira en leikskóla? Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon
Engill fór í fátækt hús – Kristinn Sigmundsson og Ásdís Kristmundsdóttir ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju Þetta lag er að finna á plötunni „Ég held glaður jól" frá árinu 1985 sem ég hef ekki fundið á öðru formi en vínyl. Ég er almennt ekki hrifinn af „Áfram Jesús- og/eða Guð!"-jólalögum en lagið er það góð smíð að textinn truflar mann ekki mikið.Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla – Þrjú á palli Þú munt elska það eða hata það, það er enginn millivegur. Ég elska það og nota það óspart á fólk sem hatar það.Fairytale of New York– The Pogues Þetta er klassískt val. Þetta lag hefur fylgt mér í ansi mörg ár og þó að ég hlusti nú ekki eins mikið á það í dag og ég gerði þá hafði það klárlega mikil áhrif. Ógæfa er líka alltaf heillandi.Nenni ekki norður um jólin – Jólagestir Bekkens Þetta lag er eftir góða drengi og var samið fyrir jólalagakeppni Rásar 2 nú í ár. Mér finnst tónninn í því skemmtilegur og viðlagið er gullmoli. Svo á þetta vel við í ár þar sem ég fer ekki norður um jólin heldur til Japans, ég treysti bara ekki Víkurskarðinu.Jólafeitabolla – Morðingjarnir Þetta lag er algjörlega frábært, sérstaklega af því að ég spila á trompet í því. Ég sýg rassgöt á trompet og er því nokkuð ánægður með að másið mitt hafi verið notað. Svo eru góð stuðjólalög vægast sagt sjaldgæf.
Harmageddon Mest lesið Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon „Sá sem er kristinn hefur allar ástæður í veröldinni til að hlakka til“ Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Viltu vinna nýju plötuna með Diktu? Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon Afhverju niðurgreiðum við bílastæði meira en leikskóla? Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon