Stelpurnar okkar stóðu upp úr Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. desember 2011 08:00 Margrét Lára Viðarsdóttir reyndir hér skot að marki Belgíu í undankeppni EM en Sara Björk Gunnarsdóttir fylgist með. Þær áttu báðar frábært ár með kvennalandsliðinu. Mynd/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið fyrir leikinn á móti Svartfjallalandi þar sem stelpurnar unnu fyrsta leik sinn á HM frá upphafi.Mynd/Pjetur Að venju voru mörg eftirminnileg atvik og augnablik hjá íslenskum íþróttamönnum, konum og liðum á árinu 2011. Á undanförnum árum hafa ný viðmið verið sett hjá okkar frábæra íþróttafólki og kröfurnar sem Íslendingar gera eru síst minni en áður. Íþróttaárið 2011 fer ekki í sögubækurnar fyrir mörg stórkostleg afrek en það var nóg um að vera í „íþróttapottinum". Suðan kom bara aldrei upp. Vendipunktar ársins voru nokkrir í þeim íþróttagreinum sem eru innan raða ÍSÍ og þar leika íþróttakonur stórt hlutverk. Fyrir ári síðan voru lág framlög íslenska ríkisins til afrekssjóðs ÍSÍ rauði þráðurinn í þessari samantekt. Staðan hefur lítið breyst og þar er verk að vinna. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék í fyrsta sinn í sögunni í úrslitum á heimsmeistaramóti. HM í Brasilíu var frumraun liðsins og þar náði íslenska liðið að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. Evrópumeistaramótið í Danmörku í desember 2010 var fyrsta stórmótið sem kvennalandsliðið lék á, þar töpuðust allir þrír leikir liðsins. Markmið Íslands á HM í Brasilíu var að komast í 16 liða úrslit og það tókst. Ísland var hársbreidd frá því að enda í 2. sæti í sínum riðli í Santos en liðið endaði í fjórða sæti. Mótherjar Íslands í 16 liða úrslitum voru ríkjandi heimsmeistaralið Rússlands. Sá leikur tapaðist 30-19 og Ísland var þar með úr leik. Sigurleikir gegn Svartfjallalandi, Þjóðverjum og Kína standa upp úr eftir þessa keppni. Íslenska liðið er ungt að árum og á eflaust eftir að setja mark sitt á fleiri stórmót á komandi árum. Karlalandsliðið náði frábærum árangri á árinu með því að enda í 6. sæti á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð, sem er annar besti árangur Íslands á HM frá upphafi. Best árangur Íslands á HM er 5. sætið í Kumamoto í Japan árið 1997 og tvívegis áður hafði Ísland endað í 6. sæti, árið 1986 í Sviss og árið 1961 í Vestur- þýskalandi. Íslenska liðið ætlaði sér mun meira á þessu heimsmeistaramóti og leikmenn og þjálfari leyndu ekki vonbrigðum sínum. Silfurverðlaun á ÓL í Peking og bronsverðlaun á EM í Austurríki hafa sett ný viðmið hjá íslenska karlalandsliðinu. Besta ár kvennalandsliðsins í fótboltaMynd/VilhelmÁ Íslandsmótinu í knattspyrna náði kvennalið Stjörnunnar sínum besta árangri frá upphafi. Garðabæjarliðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni. Liðið vann 17 af alls 18 leikjum sínum í deildinni og rauf einokun Vals á þessu sviði. Á sama tíma náði karlalið félagsins sínum besta árangri í efstu deild, fjórða sætið var niðurstaðan. Það er mikill kraftur í starfi Stjörnunnar. Ekki má gleyma frábærum árangri karlaliðs KR á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Tveir titlar í hús hjá Rúnari Kristinssyni þjálfara KR, Íslands- og bikarmeistarar. Í fyrsta sinn frá árinu 1999 sem KR nær slíkum árangri. Árangur kvennalandsliðsins í knattspyrnu á árinu 2011 er sá besti í sögunni. Ísland, undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, tapaði aðeins einum leik á árinu. Úrslitaleiknum á hinu sterka æfingamóti á Algarve gegn Bandaríkjunum, liðinu sem er í efsta sæti heimslistans. Ísland náði að vinna Dani, Svía og Kínverja á þessu móti. Og liðið vann Noreg í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Sannarlega glæsilegur árangur. Á þessu ári lék íslenska kvennalandsliðið 9 leiki. Árangurinn var frábær, 7 sigrar, 1 jafntefli og 1 tapleikur. Alls skoraði Ísland 19 mörk og fékk á sig 7. Þar af 4 í úrslitaleik Algarve-mótsins, þar sem Bandaríkin höfðu betur, 4-2. Ísland er í 15. sæti heimslista FIFA hjá kvennalandsliðum. Staðan hefur aldrei verið betri og liðið hækkaði sig um tvö sæti frá því í fyrra. Aðeins markalaust jafntefli liðsins gegn Belgíu hér á heimavelli skyggir á stórkostlegt ár íslenska kvennalandsliðsins. Þrír íslenskir landsliðsmenn eiga enn möguleika á að hampa sigri í Meistaradeild Evrópu í kvennafótboltanum. Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru komnar í átta liða úrslit með sænska meistaraliðinu Malmö, og Margrét Lára Viðarsdóttir mun byrja að leika með þýska meistaraliðinu Potsdam á nýju ári – en liðið er líka í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Einhverjir eru þegar byrjaðir að láta sig dreyma um að Malmö og Potsdam mætist í úrslitaleiknum. Ólafur Björn setti ný viðmið fyrir íslenska kylfingaMynd/GVAÓlafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum á Seltjarnarnesi, setti ný viðmið fyrir íslenska afrekskylfinga á árinu 2011. Íslandsmeistarinn í höggleik frá árinu 2009 náði fyrstur allra að leika á einu móti á sterkustu atvinnumótaröð heims – PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Kylfingurinn tryggði sér keppnisrétt á Greensboro-mótinu í Norður-Karólínu með því að sigra á Cardinal-áhugamannamótinu. Ólafur Björn fékk aðeins að leika 36 holur af alls 72 í frumraun sinni en hann var aðeins einu höggi frá því að fá að leika tvo síðustu keppnisdagana. Það er ekki sjálfgefið að íslenskir kylfingar séu að keppa á meðal þeirra bestu í heiminum. Ólafur Björn er einn fjölmargra ungra íslenskra kylfinga sem eiga góða möguleika á að ná langt í íþróttinni. Ólafur valdi þá leið að fara í bandarískan háskóla, þar sem hægt er að leika golf við bestu aðstæður nánast allt árið. Markmið hans eru skýr og hann mun væntanlega reyna fyrir sér á úrtökumótinu fyrir PGA-mótaröðina haustið 2012. Draumur flestra ungra afrekskylfinga er að leika sem atvinnumenn á stóru mótaröðunum í Bandaríkjunum og Evrópu. Aðeins lítill hluti nær alla leið inn og rúmlega 1.000 kylfingar keppa á hverju hausti um 25-30 laus sæti á PGA og Evrópumótaröðinni. Nálaraugað er því lítið og í raun er það gríðarlegt afrek að komast í hóp þeirra 150-180 sem eru með keppnisrétt á sterkust atvinnumótaröðum heims. Það hefur aðeins einum íslenskum karlkylfingi tekist, Birgir Leifur Hafþórsson. Og Ólöf María Jónsdóttir er eini Íslendingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna – og var hún sú fyrsti íslenski kylfingurinn sem náði því. Nýverið gaf Golfsamband Íslands út veglega afreksstefnu þar sem horft er fram á veginn og markmiðin eru skýr. Úlfar Jónsson, einn besti kylfingur Íslands fyrr og síðar, mun stýra þessu verkefni sem landsliðsþjálfari. Og markmiðið er að eiga íslenska kylfinga á sterkustu atvinnumótaröðum heims. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvort það tekst. Met í fyrstu tilraun hjá Kára – mögnuð afrek standa ennKári Steinn Karlsson.Mynd/AntonKári Steinn Karlsson, langhlaupari úr Breiðabliki í Kópavogi, setti ný viðmið á árinu 2011 þegar hann tryggði sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London í maraþonhlaupi. Hinn 25 ára gamli hlaupari bætti 26 ára gamalt Íslandsmet Sigurðar Péturs Sigmundssonar í maraþonhlaupi er hann hljóp Berlínarmaraþonið á 2:17,02 klst. Árangur Kára er áhugaverður en því má ekki gleyma að rúmlega 1.000 hlauparar í heiminum hafa náð betri tíma en Íslandsmethafinn í þessari grein. Kári á sín bestu ár eftir í þessari grein og í viðtali við Fréttablaðið á dögunum sagði hann að langhlauparar næðu oft sínum besta árangri á miðjum fertugsaldri – Ólympíuleikarnir árið 2020 gætu því verið leikarnir hans Kára. Aldrei áður hefur karlmaður keppt í maraþonhlaupi á ÓL en Martha Ernstdóttir keppti í kvennaflokki á ÓL í Sydney árið 2000. Ef rýnt er í metalista frjálsíþróttasambandsins má sjá að Íslandsmet í ýmsum greinum hafa staðið í ótrúlegan langan tíma – og segir það kannski meira um hve stór afrek þau eru í raun og veru. Elsta Íslandsmetið í karlaflokki í frjálsíþróttum er í eigu Vilhjálms Einarssonar. Þrístökksmet hans sem sett var árið 1960 stendur enn þrátt fyrir að rúmlega hálf öld sé liðin frá því að metið var sett. Vilhjálmur stökk 16,70 metra þann 7. ágúst 1960 og á þeim tíma var afrek Vilhjálms aðeins 33 cm styttra en gildandi heimsmet. Vilhjálmur var aðeins 2% frá heimsmetinu árið 1960 og hálfri öld síðar er met Vilhjálms aðeins 10% frá núgildandi heimsmeti Jonathan Edwards frá árinu 1996, sem er 18,26 metrar. Met sem hafa staðist tímans tönnJakob Jóhann SveinssonMynd/AntonÞað eru fleiri íslenskir afreksmenn sem náð hafa stórkostlegum árangri í sinni grein – og met þeirra hafa staðist tímans tönn. Oddur Sigurðsson á enn Íslandsmetið í 400 metra hlaupi sem hann setti árið 1984 – 45,36 sekúndur. Á þeim tíma var Oddur aðeins 3,5% frá heimsmetstímanum og í dag er met hans aðeins 5% frá heimsmeti Michael Johnson frá árinu 1999. Sömu sögu er að segja frá afreki Guðrúnu Arnardóttur í 400 metra grindahlaupi. Guðrún komst í úrslit í greininni á ÓL í Sydney og Íslandsmet hennar frá þeim tíma er rétt tæplega 4% frá heimsmetstímanum. Met Guðrúnar er 54,37 en heimsmet Yuliya Pechonkina frá árinu 2003 er 52,34 sek. Jón Arnar Magnússon á Íslandsmet í tugþraut sem sett var árið 1998 og á þeim tíma var það rétt um 3,7% frá heimsmetinu og nú 13 árum síðar stendur það met í 5,2% fjarlægð frá núgildandi heimsmeti. Í sundíþróttinni eru aðeins Íslandsmet Jakobs Jóhanns Sveinssonar í bringusundi sem eru í þessum gæðaflokki. Í 200 metra bringusundi er Jakob aðeins 4% frá núgildandi heimsmeti. Við Íslendingar höfum átt afreksfólk í einstaklingsgreinum í fremstu röð og þegar þessi met eru sett í samhengi við hlutfall af heimsmeti er kannski einfaldara að átta sig á því hversu góð þessi met eru. Árið 2012 verður annasamt hjá íslensku afreksíþróttafólki, sumarólympíuleikar fara fram í London, og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands heldur upp á 100 ára afmæli sitt hinn 28. janúar. Það eru allar líkur á að „suðan" komi upp úr sjóðheitum íþróttapotti á stórafmælisári ÍSÍ. Innlendar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið fyrir leikinn á móti Svartfjallalandi þar sem stelpurnar unnu fyrsta leik sinn á HM frá upphafi.Mynd/Pjetur Að venju voru mörg eftirminnileg atvik og augnablik hjá íslenskum íþróttamönnum, konum og liðum á árinu 2011. Á undanförnum árum hafa ný viðmið verið sett hjá okkar frábæra íþróttafólki og kröfurnar sem Íslendingar gera eru síst minni en áður. Íþróttaárið 2011 fer ekki í sögubækurnar fyrir mörg stórkostleg afrek en það var nóg um að vera í „íþróttapottinum". Suðan kom bara aldrei upp. Vendipunktar ársins voru nokkrir í þeim íþróttagreinum sem eru innan raða ÍSÍ og þar leika íþróttakonur stórt hlutverk. Fyrir ári síðan voru lág framlög íslenska ríkisins til afrekssjóðs ÍSÍ rauði þráðurinn í þessari samantekt. Staðan hefur lítið breyst og þar er verk að vinna. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék í fyrsta sinn í sögunni í úrslitum á heimsmeistaramóti. HM í Brasilíu var frumraun liðsins og þar náði íslenska liðið að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. Evrópumeistaramótið í Danmörku í desember 2010 var fyrsta stórmótið sem kvennalandsliðið lék á, þar töpuðust allir þrír leikir liðsins. Markmið Íslands á HM í Brasilíu var að komast í 16 liða úrslit og það tókst. Ísland var hársbreidd frá því að enda í 2. sæti í sínum riðli í Santos en liðið endaði í fjórða sæti. Mótherjar Íslands í 16 liða úrslitum voru ríkjandi heimsmeistaralið Rússlands. Sá leikur tapaðist 30-19 og Ísland var þar með úr leik. Sigurleikir gegn Svartfjallalandi, Þjóðverjum og Kína standa upp úr eftir þessa keppni. Íslenska liðið er ungt að árum og á eflaust eftir að setja mark sitt á fleiri stórmót á komandi árum. Karlalandsliðið náði frábærum árangri á árinu með því að enda í 6. sæti á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð, sem er annar besti árangur Íslands á HM frá upphafi. Best árangur Íslands á HM er 5. sætið í Kumamoto í Japan árið 1997 og tvívegis áður hafði Ísland endað í 6. sæti, árið 1986 í Sviss og árið 1961 í Vestur- þýskalandi. Íslenska liðið ætlaði sér mun meira á þessu heimsmeistaramóti og leikmenn og þjálfari leyndu ekki vonbrigðum sínum. Silfurverðlaun á ÓL í Peking og bronsverðlaun á EM í Austurríki hafa sett ný viðmið hjá íslenska karlalandsliðinu. Besta ár kvennalandsliðsins í fótboltaMynd/VilhelmÁ Íslandsmótinu í knattspyrna náði kvennalið Stjörnunnar sínum besta árangri frá upphafi. Garðabæjarliðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni. Liðið vann 17 af alls 18 leikjum sínum í deildinni og rauf einokun Vals á þessu sviði. Á sama tíma náði karlalið félagsins sínum besta árangri í efstu deild, fjórða sætið var niðurstaðan. Það er mikill kraftur í starfi Stjörnunnar. Ekki má gleyma frábærum árangri karlaliðs KR á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Tveir titlar í hús hjá Rúnari Kristinssyni þjálfara KR, Íslands- og bikarmeistarar. Í fyrsta sinn frá árinu 1999 sem KR nær slíkum árangri. Árangur kvennalandsliðsins í knattspyrnu á árinu 2011 er sá besti í sögunni. Ísland, undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, tapaði aðeins einum leik á árinu. Úrslitaleiknum á hinu sterka æfingamóti á Algarve gegn Bandaríkjunum, liðinu sem er í efsta sæti heimslistans. Ísland náði að vinna Dani, Svía og Kínverja á þessu móti. Og liðið vann Noreg í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Sannarlega glæsilegur árangur. Á þessu ári lék íslenska kvennalandsliðið 9 leiki. Árangurinn var frábær, 7 sigrar, 1 jafntefli og 1 tapleikur. Alls skoraði Ísland 19 mörk og fékk á sig 7. Þar af 4 í úrslitaleik Algarve-mótsins, þar sem Bandaríkin höfðu betur, 4-2. Ísland er í 15. sæti heimslista FIFA hjá kvennalandsliðum. Staðan hefur aldrei verið betri og liðið hækkaði sig um tvö sæti frá því í fyrra. Aðeins markalaust jafntefli liðsins gegn Belgíu hér á heimavelli skyggir á stórkostlegt ár íslenska kvennalandsliðsins. Þrír íslenskir landsliðsmenn eiga enn möguleika á að hampa sigri í Meistaradeild Evrópu í kvennafótboltanum. Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru komnar í átta liða úrslit með sænska meistaraliðinu Malmö, og Margrét Lára Viðarsdóttir mun byrja að leika með þýska meistaraliðinu Potsdam á nýju ári – en liðið er líka í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Einhverjir eru þegar byrjaðir að láta sig dreyma um að Malmö og Potsdam mætist í úrslitaleiknum. Ólafur Björn setti ný viðmið fyrir íslenska kylfingaMynd/GVAÓlafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum á Seltjarnarnesi, setti ný viðmið fyrir íslenska afrekskylfinga á árinu 2011. Íslandsmeistarinn í höggleik frá árinu 2009 náði fyrstur allra að leika á einu móti á sterkustu atvinnumótaröð heims – PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Kylfingurinn tryggði sér keppnisrétt á Greensboro-mótinu í Norður-Karólínu með því að sigra á Cardinal-áhugamannamótinu. Ólafur Björn fékk aðeins að leika 36 holur af alls 72 í frumraun sinni en hann var aðeins einu höggi frá því að fá að leika tvo síðustu keppnisdagana. Það er ekki sjálfgefið að íslenskir kylfingar séu að keppa á meðal þeirra bestu í heiminum. Ólafur Björn er einn fjölmargra ungra íslenskra kylfinga sem eiga góða möguleika á að ná langt í íþróttinni. Ólafur valdi þá leið að fara í bandarískan háskóla, þar sem hægt er að leika golf við bestu aðstæður nánast allt árið. Markmið hans eru skýr og hann mun væntanlega reyna fyrir sér á úrtökumótinu fyrir PGA-mótaröðina haustið 2012. Draumur flestra ungra afrekskylfinga er að leika sem atvinnumenn á stóru mótaröðunum í Bandaríkjunum og Evrópu. Aðeins lítill hluti nær alla leið inn og rúmlega 1.000 kylfingar keppa á hverju hausti um 25-30 laus sæti á PGA og Evrópumótaröðinni. Nálaraugað er því lítið og í raun er það gríðarlegt afrek að komast í hóp þeirra 150-180 sem eru með keppnisrétt á sterkust atvinnumótaröðum heims. Það hefur aðeins einum íslenskum karlkylfingi tekist, Birgir Leifur Hafþórsson. Og Ólöf María Jónsdóttir er eini Íslendingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna – og var hún sú fyrsti íslenski kylfingurinn sem náði því. Nýverið gaf Golfsamband Íslands út veglega afreksstefnu þar sem horft er fram á veginn og markmiðin eru skýr. Úlfar Jónsson, einn besti kylfingur Íslands fyrr og síðar, mun stýra þessu verkefni sem landsliðsþjálfari. Og markmiðið er að eiga íslenska kylfinga á sterkustu atvinnumótaröðum heims. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvort það tekst. Met í fyrstu tilraun hjá Kára – mögnuð afrek standa ennKári Steinn Karlsson.Mynd/AntonKári Steinn Karlsson, langhlaupari úr Breiðabliki í Kópavogi, setti ný viðmið á árinu 2011 þegar hann tryggði sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London í maraþonhlaupi. Hinn 25 ára gamli hlaupari bætti 26 ára gamalt Íslandsmet Sigurðar Péturs Sigmundssonar í maraþonhlaupi er hann hljóp Berlínarmaraþonið á 2:17,02 klst. Árangur Kára er áhugaverður en því má ekki gleyma að rúmlega 1.000 hlauparar í heiminum hafa náð betri tíma en Íslandsmethafinn í þessari grein. Kári á sín bestu ár eftir í þessari grein og í viðtali við Fréttablaðið á dögunum sagði hann að langhlauparar næðu oft sínum besta árangri á miðjum fertugsaldri – Ólympíuleikarnir árið 2020 gætu því verið leikarnir hans Kára. Aldrei áður hefur karlmaður keppt í maraþonhlaupi á ÓL en Martha Ernstdóttir keppti í kvennaflokki á ÓL í Sydney árið 2000. Ef rýnt er í metalista frjálsíþróttasambandsins má sjá að Íslandsmet í ýmsum greinum hafa staðið í ótrúlegan langan tíma – og segir það kannski meira um hve stór afrek þau eru í raun og veru. Elsta Íslandsmetið í karlaflokki í frjálsíþróttum er í eigu Vilhjálms Einarssonar. Þrístökksmet hans sem sett var árið 1960 stendur enn þrátt fyrir að rúmlega hálf öld sé liðin frá því að metið var sett. Vilhjálmur stökk 16,70 metra þann 7. ágúst 1960 og á þeim tíma var afrek Vilhjálms aðeins 33 cm styttra en gildandi heimsmet. Vilhjálmur var aðeins 2% frá heimsmetinu árið 1960 og hálfri öld síðar er met Vilhjálms aðeins 10% frá núgildandi heimsmeti Jonathan Edwards frá árinu 1996, sem er 18,26 metrar. Met sem hafa staðist tímans tönnJakob Jóhann SveinssonMynd/AntonÞað eru fleiri íslenskir afreksmenn sem náð hafa stórkostlegum árangri í sinni grein – og met þeirra hafa staðist tímans tönn. Oddur Sigurðsson á enn Íslandsmetið í 400 metra hlaupi sem hann setti árið 1984 – 45,36 sekúndur. Á þeim tíma var Oddur aðeins 3,5% frá heimsmetstímanum og í dag er met hans aðeins 5% frá heimsmeti Michael Johnson frá árinu 1999. Sömu sögu er að segja frá afreki Guðrúnu Arnardóttur í 400 metra grindahlaupi. Guðrún komst í úrslit í greininni á ÓL í Sydney og Íslandsmet hennar frá þeim tíma er rétt tæplega 4% frá heimsmetstímanum. Met Guðrúnar er 54,37 en heimsmet Yuliya Pechonkina frá árinu 2003 er 52,34 sek. Jón Arnar Magnússon á Íslandsmet í tugþraut sem sett var árið 1998 og á þeim tíma var það rétt um 3,7% frá heimsmetinu og nú 13 árum síðar stendur það met í 5,2% fjarlægð frá núgildandi heimsmeti. Í sundíþróttinni eru aðeins Íslandsmet Jakobs Jóhanns Sveinssonar í bringusundi sem eru í þessum gæðaflokki. Í 200 metra bringusundi er Jakob aðeins 4% frá núgildandi heimsmeti. Við Íslendingar höfum átt afreksfólk í einstaklingsgreinum í fremstu röð og þegar þessi met eru sett í samhengi við hlutfall af heimsmeti er kannski einfaldara að átta sig á því hversu góð þessi met eru. Árið 2012 verður annasamt hjá íslensku afreksíþróttafólki, sumarólympíuleikar fara fram í London, og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands heldur upp á 100 ára afmæli sitt hinn 28. janúar. Það eru allar líkur á að „suðan" komi upp úr sjóðheitum íþróttapotti á stórafmælisári ÍSÍ.
Innlendar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira