Innlent

Landsvirkjun endurnýjar veltulán

Landsvirkjun Lánið er til þriggja ára og að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadala. Þá er lánið með framlengingarheimild um tvö ár.Fréttablaðið/anton
Landsvirkjun Lánið er til þriggja ára og að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadala. Þá er lánið með framlengingarheimild um tvö ár.Fréttablaðið/anton
Landsvirkjun hefur skrifað undir samning um nýtt sambankalán á alþjóðlegum bankamarkaði, hið fyrsta sem opinbert íslenskt fyrirtæki gerir frá bankahruni.

Um er að ræða fjölmynta veltilán til þriggja ára að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir 24,6 milljörðum króna. Landsvirkjun getur dregið á lánið og endurgreitt eftir þörfum. Þá er lánið með framlengingarheimild um tvö ár. Með lántökunni hefur Landsvirkjun lokið endurfjármögnun á sams konar láni sem var á gjalddaga í desember 2012.

„Þetta lán er ekki ætlað sem endurfjármögnunarlán heldur má eiginlega kalla það yfirdrátt. Það sem við erum að gera er að endurnýja okkar yfirdrátt," segir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og bætir því við að lánið sé hugsað til að mæta skammtímasveiflum í lausafé eða þá sem neyðarúrræði ef markaðir lokast tímabundið.

Um lántökuna sáu Barclays Capital, Citigroup og SEB en auk þeirra tóku þátt í láninu Arion banki, JP Morgan, UBS, Landsbankinn og Íslandsbanki. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×