Ráðist var á mann á dansleik á skemmtistaðnum Mælifelli á Sauðárkróki annan dag jóla, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá.
Árásin var nokkuð alvarleg, maðurinn var skorinn með brotinni flösku og hlaut áverka á hálsi. Mildi þykir að ekki hafi farið verr.
Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og gekkst þar undir aðgerð. Hann var útskrifaður daginn eftir. - sh
Skorinn með flösku á hálsi
