Erlent

Danir sáttir við kóngafólkið sitt

föst í sessi Friðrik krónprins og Mary prinsessa njóta aukinnar hylli meðal dönsku þjóðarinnar.
föst í sessi Friðrik krónprins og Mary prinsessa njóta aukinnar hylli meðal dönsku þjóðarinnar.
Mikill meirihluti Dana er hlynntur því að landið verði áfram konungsríki. Könnun sem sagt er frá í Politiken leiðir í ljós að 77 prósent segjast fylgjandi núverandi stjórnarfyrirkomulagi, en aðeins sextán prósent eru fylgjandi því að landið verði lýðveldi.

Stuðningurinn hefur aukist nokkuð að undanförnu því að í könnun sem tekin var fyrir um ári sýndi 25 prósenta stuðning við lýðveldi.

Sérfræðingar telja að lykillinn felist í því að kóngafólkið hefur gengið í gegnum umbætur á síðustu árum, en þó ekki of hratt. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×