Sérstaða NBA-deildarinnar 29. desember 2011 06:00 jordan Ólíkt mörgum af stærstu deildarkeppnum heimsins í knattspyrnunni eru peningarnir í NBA-deildinni ekki mestir í viðskiptum með leikmenn. Reglur deildarinnar gera ráð fyrir að leikmenn gangi ekki kaupum og sölum fyrir hærri fjárhæðir en 1 milljón dollara, eða sem nemur 115 milljónum króna. Algengast er því að leikmenn fari á milli liða í skiptum fyrir aðra leikmenn. Deildarkeppnin er löng og ströng. Hvert lið spilar yfir 80 leiki á tímabili, og um 100 leiki fari það alla leið í úrslit. Óheimilt er að reka félög með botnlausu tapi, ólíkt því sem þekkist t.d. í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Manchester City setti á dögunum met í taprekstri þegar tilkynnt var um yfir 190 milljóna punda tap félagsins í fyrra. Þar vega kaup á leikmönnum langsamlega þyngst. Til þess að sporna gegn þessu samþykkja öll félögin að hafa eftirlit með rekstri hjá hverju öðru. Þetta er m.a. útfært með sérstöku ráði innan NBA sem hefur það verkefni eitt að hafa eftirlit með rekstri félaganna. Brjóti þau gegn reglunum hefur deildin heimild til þess að hindra þátttöku þeirra í keppni deildarinnar. Helsti drifkraftur deildarinnar hefur ávallt verið öflugt markaðsstarf. Það er að hluta borið uppi af NBA-deildinni sjálfri og síðan af félögunum. Þau vinna saman að dreifingu á vörum inn á markaði um allan heiminn, til þess að auka hagkvæmni og halda í gildin um að orðspor NBA gangi framar orðspori félaga eða einstakra leikmanna. Ekki er langt síðan það náðist samkomulag um að taka leikmenn í lyfjapróf. David Stern náði því í gegn eftir mikla baráttu. Prófin eru þó ófullkomin enn sem komið er, og fara ekki fram með sama hætti og í mörgum öðrum íþróttagreinum. Sérstaklega er prófað fyrir fíkninefnanotkun, en síðan eru leikmenn teknir í skipulagðar prófanir á fyrirframákveðnum tímasetningum. Þetta hefur verið gagnrýnt nokkuð, þar sem leikmenn geta einfaldlega passað upp á að ná prófunum þegar þau eru tekin. En verið síðan á sterum þess á milli. Fréttir Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Sjá meira
Ólíkt mörgum af stærstu deildarkeppnum heimsins í knattspyrnunni eru peningarnir í NBA-deildinni ekki mestir í viðskiptum með leikmenn. Reglur deildarinnar gera ráð fyrir að leikmenn gangi ekki kaupum og sölum fyrir hærri fjárhæðir en 1 milljón dollara, eða sem nemur 115 milljónum króna. Algengast er því að leikmenn fari á milli liða í skiptum fyrir aðra leikmenn. Deildarkeppnin er löng og ströng. Hvert lið spilar yfir 80 leiki á tímabili, og um 100 leiki fari það alla leið í úrslit. Óheimilt er að reka félög með botnlausu tapi, ólíkt því sem þekkist t.d. í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Manchester City setti á dögunum met í taprekstri þegar tilkynnt var um yfir 190 milljóna punda tap félagsins í fyrra. Þar vega kaup á leikmönnum langsamlega þyngst. Til þess að sporna gegn þessu samþykkja öll félögin að hafa eftirlit með rekstri hjá hverju öðru. Þetta er m.a. útfært með sérstöku ráði innan NBA sem hefur það verkefni eitt að hafa eftirlit með rekstri félaganna. Brjóti þau gegn reglunum hefur deildin heimild til þess að hindra þátttöku þeirra í keppni deildarinnar. Helsti drifkraftur deildarinnar hefur ávallt verið öflugt markaðsstarf. Það er að hluta borið uppi af NBA-deildinni sjálfri og síðan af félögunum. Þau vinna saman að dreifingu á vörum inn á markaði um allan heiminn, til þess að auka hagkvæmni og halda í gildin um að orðspor NBA gangi framar orðspori félaga eða einstakra leikmanna. Ekki er langt síðan það náðist samkomulag um að taka leikmenn í lyfjapróf. David Stern náði því í gegn eftir mikla baráttu. Prófin eru þó ófullkomin enn sem komið er, og fara ekki fram með sama hætti og í mörgum öðrum íþróttagreinum. Sérstaklega er prófað fyrir fíkninefnanotkun, en síðan eru leikmenn teknir í skipulagðar prófanir á fyrirframákveðnum tímasetningum. Þetta hefur verið gagnrýnt nokkuð, þar sem leikmenn geta einfaldlega passað upp á að ná prófunum þegar þau eru tekin. En verið síðan á sterum þess á milli.
Fréttir Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Sjá meira