Handbolti

Guðmundur er metnaðarfullur og nákvæmur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur stendur í ströngu sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen.
Guðmundur stendur í ströngu sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Getty Images
Thorsten Storm, framkvæmdarstjóri þýska úrvalsdeildarfélagsins Rhein-Neckar Löwen, ber fullt traust til þjálfarans Guðmundar Guðmundssonar.

Guðmundur sagðist sjálfur í viðtali við Fréttablaðið á dögunum finna fyrir trausti og óttaðist ekki að missa starfið.

„Guðmundur er afar metnaðarfullur og nákvæmur starfsmaður. Hann leikgreinir andstæðinginn 100 prósent og er eins vel undirbúinn og kostur er," sagði Storm við þýska fjölmiðla.

„Hann er hins vegar að þjálfa lið sem er ekki eins vel samansett og kostur væri. Þjálfarinn þarf tíma til að móta sitt lið og þróa það. Það þýðir ekkert að gagnrýna þjálfarann þegar einstaklingsmistök leikmanna ráða úrslitum á vellinunm. Mér finnst mjög gott að vinna með Guðmundi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×