Innlent

Siðareglur fyrir Bíladaga á Akureyri samþykktar

Það er fjör á Bíladögum.
Það er fjör á Bíladögum.
Bílaklúbbur Akureyrar hefur samþykkt sérstakar siðareglur fyrir Bíladaga 2011 þar sem gestir hátíðarinnar eru hvattir til þess að ganga vel um og sýna íbúum og öðrum gestum bæjarins fyllstu tillitssemi. Hátíðin fer fram næstu helgi og hefur verið mjög vinsæl undanfarin ár.

Siðareglurnar eru svohljóðandi:

„Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnt gestir sem heimamenn.

Virðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum úti.

Við spólum einungis á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar.

Gestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegir.

Við berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera Bíladaga frábæra!

Gestir Bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt.“

Að þessu sinni verður hátíðin með nokkuð öðru sniði en verið hefur því tvær keppnisgreinar verða fluttar úr miðbæ Akureyrar á nýtt akstursíþróttasvæði bílaklúbbsins við Rangárvelli ofan bæjarins.

Þó verður áfram götuspyrna á Tryggvabraut líkt og verið hefur. Þess er vænst að með tilkomu akstursíþróttasvæðisins verði Akureyringar fyrir minna ónæði af völdum Bíladaga en verið hefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×