Innlent

Tölvukerfi CCP opnað á ný eftir árásir

Hilmar Veigar Péturs­son er forstjóri CCP.
Hilmar Veigar Péturs­son er forstjóri CCP. Mynd/GVA
Tölvukerfi fyrirtækisins CCP sem rekur veftölvuleikinn EVE Online var opnað aftur laust fyrir miðnætti eftir að alþjóðlegur hópur tölvuskæruliða gerðu árás á síðu fyrirtækisins síðdegis í gær. Viðbrögð fyrirtækisins voru að að taka allt úr sambandi til að koma í veg fyrir skaða.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að netþjónar og kerfið hafi ekki skemmst og því hafi allt verið opnað á ný. Einnig segir að engar persónupplýsingar, greiðsluupplýsingar eða önnur gögn hafi lekið eða verið opin utanaðkomandi á neinum tímapunkti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×