Bylting endar í grískum blús Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. júní 2011 07:00 Lífið er viðbjóðslegur vindlingur en ég reyki hann samt." Þannig hljómar lína úr eldgömlum rebetika-söng. Sú tónlist er stundum nefnd gríski blúsinn en ekki veitir af blús þar við Eyjahafið um þessar mundir. Þessi lagstúfur kemur upp í kollinn á mér nú þegar ég sé botninn detta úr byltingunni hér á Spáni. Torgtökumenn, eins og nýyrðasmiðurinn Kristinn R. Ólafsson kallar þá, virðast vera að missa móðinn og bera ekki lengur sorg sína á torg heldur ætla þeir nú að fara heim og blúsa þar. En hvernig má það vera að byltingin lognist út af í þessu ástandi sem hér ríkir? Ætti hún ekki einmitt að vera borðleggjandi í atvinnuleysinu og blankheitunum? Ég held að það sem sé að bregða fæti fyrir byltingarsinna hér á Spáni sé hrein og bein hugmyndakreppa. Við lifum nefnilega á tímum þar sem fólk er orðið afar meðvitað um allt það sem það vill ekki en hefur varla leitt hugann að því hvað það í raun og veru vill. Þar af leiðandi hefur byltingin ekkert nýtt að bjóða. Ef til vill er þessi hugmyndakreppa tilkomin af offramboði á gáfumönnum, sem tala um allt það sem ómögulegt er, en sárum skorti á innblásnum andans mönnum sem deila með umheiminum hugmyndum sínum um nýjan heim. Þannig verður haus okkar fullur af slagorðum gegn stríðsbrölti og fjármálakerfinu en snauður af hugmyndum um það hvernig við getum hætt að tryggja þessi öfl í sessi. Ég minnist dæmisögunnar um indíánann aldna og spaka sem sagði barninu að inni í hverjum manni væru tveir ernir í erjum, annar héti Gráðugur en hinn Hugsuður. Barnið spurði náttúrulega hver myndi hafa betur og hann svaraði: „Sá sem þú hugsar betur um." Ég tek undir með franska hugsuðinum Stéphane Hessel, sem er eins konar hugsjónafaðir byltingarsinna hér, að maður á að láta hneykslun sína í ljós gagnvart því óréttlæti sem stjórnandi öfl viðhafa til að tryggja völd og hagsmuni. En ég er líka orðinn óskaplega þyrstur eftir því að heyra einhvern láta sig dreyma eins og John Lennon gerði í laginu „Imagine". En þar sem draumóratal er ekki í tísku held ég bara áfram að syngja þennan gríska blús: „Lífið er viðbjóðslegur vindlingur en ég reyki hann samt." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Lífið er viðbjóðslegur vindlingur en ég reyki hann samt." Þannig hljómar lína úr eldgömlum rebetika-söng. Sú tónlist er stundum nefnd gríski blúsinn en ekki veitir af blús þar við Eyjahafið um þessar mundir. Þessi lagstúfur kemur upp í kollinn á mér nú þegar ég sé botninn detta úr byltingunni hér á Spáni. Torgtökumenn, eins og nýyrðasmiðurinn Kristinn R. Ólafsson kallar þá, virðast vera að missa móðinn og bera ekki lengur sorg sína á torg heldur ætla þeir nú að fara heim og blúsa þar. En hvernig má það vera að byltingin lognist út af í þessu ástandi sem hér ríkir? Ætti hún ekki einmitt að vera borðleggjandi í atvinnuleysinu og blankheitunum? Ég held að það sem sé að bregða fæti fyrir byltingarsinna hér á Spáni sé hrein og bein hugmyndakreppa. Við lifum nefnilega á tímum þar sem fólk er orðið afar meðvitað um allt það sem það vill ekki en hefur varla leitt hugann að því hvað það í raun og veru vill. Þar af leiðandi hefur byltingin ekkert nýtt að bjóða. Ef til vill er þessi hugmyndakreppa tilkomin af offramboði á gáfumönnum, sem tala um allt það sem ómögulegt er, en sárum skorti á innblásnum andans mönnum sem deila með umheiminum hugmyndum sínum um nýjan heim. Þannig verður haus okkar fullur af slagorðum gegn stríðsbrölti og fjármálakerfinu en snauður af hugmyndum um það hvernig við getum hætt að tryggja þessi öfl í sessi. Ég minnist dæmisögunnar um indíánann aldna og spaka sem sagði barninu að inni í hverjum manni væru tveir ernir í erjum, annar héti Gráðugur en hinn Hugsuður. Barnið spurði náttúrulega hver myndi hafa betur og hann svaraði: „Sá sem þú hugsar betur um." Ég tek undir með franska hugsuðinum Stéphane Hessel, sem er eins konar hugsjónafaðir byltingarsinna hér, að maður á að láta hneykslun sína í ljós gagnvart því óréttlæti sem stjórnandi öfl viðhafa til að tryggja völd og hagsmuni. En ég er líka orðinn óskaplega þyrstur eftir því að heyra einhvern láta sig dreyma eins og John Lennon gerði í laginu „Imagine". En þar sem draumóratal er ekki í tísku held ég bara áfram að syngja þennan gríska blús: „Lífið er viðbjóðslegur vindlingur en ég reyki hann samt."
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun