Norski herinn á hausaveiðum hér 15. júní 2011 07:00 Í Afganistan Norskur hermaður í Kabúl.Nordicphotos/Getty Norski herinn hefur í allnokkur skipti reynt að fá nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu í Noregi. Roger Johnsen, skólastjóri verkfræðiskóla hersins, staðfesti í viðtali við norska ríkisútvarpið að reynt hefði verið að fá nýliða héðan með kynningum í íslenskum framhaldsskólum og að umsóknir hefðu borist á hverju ári. Kynningarnar hafa hafa farið fram í Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að sögn skólastjórans eru Íslendingar með góðan bakgrunn. Þeir séu með fjögurra ára framhaldsskólamenntun auk þess sem þeir séu fljótir að aðlagast. „Það er á ábyrgð framhaldsskólanna sjálfra hverjum þeir hleypa að til kynninga úr háskólageiranum,“ segir Einar Hreinsson, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamálaráðuneytinu. Einn íslensku hermannanna tíu sem um þessar mundir þjóna í norska hernum hefur tvisvar kynnt nám í verkfræðiskóla hersins fyrir íslenskum framhaldsskólanemum. Hermaðurinn, Hilmar Haraldsson, sem verið hefur í norska hernum frá 2003, segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að hann hafi farið í slíka kynningarferð árið 2004 og einnig í febrúar á þessu ári. Að sögn Hilmars voru undirtektir framhaldsskólanemanna nú miklu betri en áður. Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Hallgeir Langeland, þingmaður sósíalíska vinstriflokksins, kveðst hlynntur varnarsamstarfi Norðurlandanna. „En mér finnst það of langt gengið ef því er þannig farið að norsk yfirvöld reyni að fá Íslendinga til Noregs til þess að gerast svo að segja málaliðar í Afganistan.“ Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins hafa fleiri tekið í sama streng. Norska varnarmálaráðuneytið vísar því á bug að hægt sé að líta á Íslendingana sem málaliða.ibs@frettabladid.is Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira
Norski herinn hefur í allnokkur skipti reynt að fá nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu í Noregi. Roger Johnsen, skólastjóri verkfræðiskóla hersins, staðfesti í viðtali við norska ríkisútvarpið að reynt hefði verið að fá nýliða héðan með kynningum í íslenskum framhaldsskólum og að umsóknir hefðu borist á hverju ári. Kynningarnar hafa hafa farið fram í Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að sögn skólastjórans eru Íslendingar með góðan bakgrunn. Þeir séu með fjögurra ára framhaldsskólamenntun auk þess sem þeir séu fljótir að aðlagast. „Það er á ábyrgð framhaldsskólanna sjálfra hverjum þeir hleypa að til kynninga úr háskólageiranum,“ segir Einar Hreinsson, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamálaráðuneytinu. Einn íslensku hermannanna tíu sem um þessar mundir þjóna í norska hernum hefur tvisvar kynnt nám í verkfræðiskóla hersins fyrir íslenskum framhaldsskólanemum. Hermaðurinn, Hilmar Haraldsson, sem verið hefur í norska hernum frá 2003, segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að hann hafi farið í slíka kynningarferð árið 2004 og einnig í febrúar á þessu ári. Að sögn Hilmars voru undirtektir framhaldsskólanemanna nú miklu betri en áður. Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Hallgeir Langeland, þingmaður sósíalíska vinstriflokksins, kveðst hlynntur varnarsamstarfi Norðurlandanna. „En mér finnst það of langt gengið ef því er þannig farið að norsk yfirvöld reyni að fá Íslendinga til Noregs til þess að gerast svo að segja málaliðar í Afganistan.“ Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins hafa fleiri tekið í sama streng. Norska varnarmálaráðuneytið vísar því á bug að hægt sé að líta á Íslendingana sem málaliða.ibs@frettabladid.is
Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira