Innlent

Stofnfjárhafar gagnrýna ferlið

Byr í hafnarfirði Stofnfjáreigendur í Byr sparisjóði telja ýmislegt ábótavant í söluferli á 95 prósenta hlut kröfuhafa í fyrirtækinu. Fréttablaðið/GVA
Byr í hafnarfirði Stofnfjáreigendur í Byr sparisjóði telja ýmislegt ábótavant í söluferli á 95 prósenta hlut kröfuhafa í fyrirtækinu. Fréttablaðið/GVA
„Mér sárnar að það sem kom okkur á hausinn skuli enn viðgangast,“ segir Guðjón Jónsson, stjórnarmaður í Samtökum stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði.

Samtökin sendu í síðustu viku Helga I. Jónssyni, dómsstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, bréf þar sem gagnrýnd er ákvörðun slitastjórnar Byrs að fá ráða fjármálafyrirtækið Arctica Finance til að selja 95 prósenta hlut í Byr. Samtökin vilja að slitastjórn verði vikið frá.

Eva B. Helgadóttir, lögmaður og formaður slitastjórnar, er gift framkvæmdastjóra Arctica Finance. Þá vinna Eva og Ástráður Haraldsson, stjórnarmaður í Arctica Finance, saman á lögmannsstofunni Mandat. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×