Erlent

Samkomulag um fjárlög

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Mynd/ afp.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Mynd/ afp.
Repúblikanar og demókratar náðu í nótt samkomulagi um bráðabirgðafjárlög Bandaríkjanna, um klukkustund áður frestur til þess að samþykkja fjárlögin rann út. Samkomulag er um að skera niður um 38 milljarða bandaríkjatala á árinu allt til 30. september. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði af þessu tilefni að niðurskurðurinn yrði sársaukafullur. Hann sagði að um væri að ræða mesta niðurskurð í sögunni, en Bandaríkjamenn yrðu að fara að sníða sér stakk eftir vexti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×