Körfubolti

Bryndís: Þetta voru allir jafnir og spennandi leikir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryndís Guðmundsdóttir og félagar hennar í Keflavíkurliðinu tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Toyota-höllinni í Keflavík en þær unnu úrslitaeinvígið 3-0.

„Við ætluðum að reyna að taka þetta 3-0 en við vissum að Njarðvíkurstelpurnar myndu koma gríðarlega sterkar til leiks. Þær gerðu það því þetta voru allir jafnir og spennandi leikir," sagði Bryndís Guðmundsdóttir eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í höfn í gærkvöldi.

„Ég myndi segja að leikur tvö hafi verið besti leikurinn hjá okkur en við spiluðum samt ágæta vörn í kvöld. Leikur tvö var bestur en þessi var mjög góður líka," sagði Bryndís.

„Það er alltaf smá pressa að vita af bikarnum í húsinu en við ætluðum að vinna þetta í kvöld og við gerðum það," sagði Bryndís sem var með slitið krossband og gat ekki spilað með þegar Keflavík varð Íslandsmeistari árið 2008. Hún var því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2005.

„Það er hundleiðinlegt að sitja á bekknum og vera meiddur þegar liðið verður Íslandsmeistari. Nú loksins kom þetta hjá mér," sagði Bryndís en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×