Lífið

Málaðu þig eins og Pippa

Myndir/cover media & Bourjois
Pippa Middleton sat á fremsta bekk á tískusýningu Temperley á tískuvikunni í London. Hún var glæsileg með náttúrulega létta andlitsförðun eins og myndirnar sýna.

Sesselja Sveinbjörnsdóttir förðunarfræðingur hjá Forval skoðaði myndirnar af Pippu áður en hún ráðlagði okkur hvaða þrjár förðunarvörur komast næst útliti Pippu sem er þekkt fyrir að vera með fersklega dagförðun þar sem smáatriðin skipta sköpum.

Þegar kemur að augnmálningunni þá myndi ég nota svarta Smoky Effect blýantinn frá Bourjois, setja með honum þykka línu á augnlokin og dreifa úr henni með Blending Brush (burstanum), útskýrði Sesselja.

Setja síðan ljósan augnskugga númer 05 fyrir neðan augabrúnirnar og Volumn Clubbing Extra Black maskara til þess að ná fram þykkum löngum augnhárum eins og Pippa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.