Viðskipti erlent

Grikkir efna til verkfalla - mikil mótmæli í Aþenu

Verkföll lama nú samfélagið í Grikklandi en allar almenningssamgöngur hafa stöðvast í sólarhringsverkfalli sem ætlað er að mótmæla niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar. Þá er búist við gríðarlegu fjölmenni þegar opinberir starfsmenn koma saman í Aþenu í dag til að mótmæla.

Gríska ríkisstjórnin hefur hert aðgerðir sínar, fækkað störfum hjá hinu opinbera og skert lífeyrisgreiðslur. Þetta segja þeir nauðsynlegt eigi Grikkir að fá frekari fjárhagsaðstoð frá ríkum Evrópusambandsins.

Þessar aðgerðir hafa mætt gríðarlegri andstöðu og var mikið öngþveiti á götum Aþenu í morgun. Þá mun millilandaflug raskast síðar í dag þegar flugumeferðarstjórar leggja niður störf í nokkra klukkutíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×