Grínistinn Ricky Gervais ætlar að beina athyglinni að þeim sem eru veikburða og geta ekki varið sig þegar hann kynnir Golden Globe-verðlaunin í annað sinn í næstu viku. Leikararnir Charlie Sheen og Mel Gibson, sem báðir hafa lent í vandræðum í einkalífinu, fá einnig sinn skerf af bröndurum.
„Ég ætla bara að ráðast á þá sem eru veikburða. Ég ætla að láta Russell Crowe og Mickey Rourke í friði núna en kannski geri ég grín að Mickey Rooney eða Betty White. Ég er ekki hræddur við hana,“ sagði Gervais léttur og bætti við: „Charlie Sheen er gott skotmark og Mel Gibson var sannkölluð gjöf til grínguðsins.“