Lífið

Var áreitt á tökustað

Minka Kelly varð fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað.
Minka Kelly varð fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Nordicphotos/Getty
Leikkonan Minka Kelly lét reka starfsmann við endurgerð sjónvarpsþáttanna Charlie‘s Angels vegna kynferðislegrar áreitni.

Kelly, sem fer með hlutverk Angel Eve French í þáttunum, varð fyrir óskemmtilegri reynslu á tökustað sjónvarpsþáttanna Charlie‘s Angels. Karlkyns starfsmaður sló hana á rassinn og otaði að henni 100 dollara peningaseðli. Daginn eftir átti sami maður að hafa beðið Kelly afsökunar en hún launað honum með kinnhesti.

„Þetta var mjög óviðeigandi og Minka var bæði hissa og mjög reið. Hún var lengi að jafna sig eftir atburðinn,“ var haft eftir innanbúðarmanni. Manninum var að lokum sagt upp störfum og staðfesti hann það við Star-tímaritið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.