Lífið

Eurovision-kynnir yfirgefur RÚV

Guðmundur Gunnarsson er horfinn af skjánum og sinnir skyldum sínum sem faðir í fæðingarorlofi.
Guðmundur Gunnarsson er horfinn af skjánum og sinnir skyldum sínum sem faðir í fæðingarorlofi. Fréttablaðið/Anton
„Ég er orðinn 35 ára og það var kominn tími til að fá mér alvöru vinnu," segir Guðmundur Gunnarsson. Hann er hættur hjá RÚV eftir að hafa sagt þar upp störfum.

Guðmundur sló í gegn hjá landsmönnum í Söngvakeppni Sjónvarpsins, undankeppni Eurovision, síðasta vetur. Þar var hann kynnir við hlið Ragnhildar Steinunnar. Keppnin varð ákaflega eftirminnileg þegar lag Sigurjóns Brink, Aftur heim, sigraði. Guðmundur var nokkuð áberandi í sjónvarpsdagskránni þar sem hann stýrði einnig sjónvarpsþættinum Á meðan ég man, en þar var hlaupið yfir sögu Ríkissjónvarpsins í máli og myndum auk Skólahreysti og fjármálaþáttarins Ferð til fjár.

Guðmundur er þessa dagana í fæðingarorlofi og hefur því í önnur horn að líta. „Þetta er búið að vera góður tími en ég hef alltaf verið hálfgerður sumarstarfsmaður og verið á flakki milli deilda síðastliðinn fimm ár og ég mat þetta þannig að þetta væri komið gott," segir Guðmundur, en hann kveðst aðeins vera farinn að líta í kringum sig. „Nei, nú er maður bara að hugsa um bleyjuskipti."- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.