Lífið

Greinilega gaman hjá þessu liði

elly@365.is skrifar
Í tilefni af útgáfu Fíaskó, íslenska partýspilsins, var haldið útgáfuspilakvöld á veitingahúsinu Úrillu Górillunni.

Fjöldi fólks mætti og spilaði Fíaskó og skemmti sér þetta líka svona rosalega vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Fíaskó er alíslenskt og stórskemmtilegt orðskýringar- og látbragðs spil sem gefið er út af Tíkallinum en það eru þrír æskuvinir, Sigurjón Jónsson, Haraldur Guðmundsson og Ágúst Þór Ágústsson, sem standa á bak við útgáfuna. 

Það hefur alltaf blundað í okkur strákunum að gefa út spil en það var ekki fyrr en núna að við ákváðum að gera eitthvað í því. Þetta er íslensk framleiðsla, hugmynd og hönnun og allir hlutirnir í því sem þarf að útskýra eða leika eru um íslenskt fólk, íslenskar bíómyndir, þætti, lög eða hljómsveitir,
segir Sigurjón spurður út í hugmyndina.

Sjá nánar Fiasko.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×