Erlent

Íslendingar og Þjóðverjar með hæsta kólesterólmagnið

María Elísabet skrifar
Þyngd eykst með hverju ári
Þyngd eykst með hverju ári

Kólesteról mælist hæst hjá Íslendingum og Þjóðverjum af öllum þjóðum í heimi en lægst hjá Afríkubúum samkvæmt niðurstöðum sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet. Meðaltalsþyngd hefur tvöfaldast frá árinu 1980 og þyngdaraukningin virðist ekki ætla að taka enda.

10% karla og 14% kvenna allra íbúa heimsins eru of þung og yfirþyngd er ekki lengur eingöngu vandamál vestrænnar menningar.

Einu staðirnir sem eru undanþegnir eru mið-Afríka og suður-Asía. Tengsl eru á milli yfirþyngdar og aukinnar tíðni krabbameins og sykursýkis sem talið er að valdi allt að 3 milljónum dauðsfalla um allan heim á hverju ári.

BMI er líkamsþyngdarstuðull sem er reiknað hlutfall þyngdar og hæðar. Þeir sem eru á bilinu 18-24 teljast vera í eðlilegri þyngd.

Bandaríkjamenn eru þyngstir með BMI að meðaltali 28 á meðan Japanir eru með BMI á milli 22 og 24. Konum í Belgíu, Frakklandi, Finnalandi, Ítalíu

og Sviss gengur best að halda sér í góðu formi og er þeirra BMI óbreytt á þessu tímabili.

,, Á meðan hægt er að meðhöndla blóðþrýsting og kólesteról með lyfjum er mjög erfitt að hjálpa sykursýkissjúklingum," segir

Majid Ezzati, lýðheilsuprófessor við Imperial College í London í grein Whasington Post.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×