Viðskipti erlent

Kínverjar hækka stýrivexti vegna verðbólgu

Kínverjar hafa hækkað stýrivexti sína í annað sinn á síðustu sex vikum. Ástæðan er barátta þarlendra stjórnvalda við vaxandi verðbólguþrýsing í landinu. Vextirnir voru hækkaðir um 0,25 prósentur eins og síðast og eru vextirnir þá komnir í 3%.

Í frétt um málið á Reuters segir að þótt verðbólgan í Kína hafi lækkað í 4,6% í desember er talið að hún hafi færst í aukana í janúar vegna hækkanna á matvælaverði.

„Þetta er fyrsta stýrivaxtahækkunin á nýhöfnu Ári kanínunar en ekki sú síðasta," segir Xu Biao hagfræðingur hjá China Merchants Bank í Swhenzhen.

Í kjölfar þess að tilkynnt var um þessa vaxtahækkun lækkuðu hrávörur eins og olía og kopar í verði vegna ótta fjárfesta um að vaxtahækkunin muni draga úr eftirspurn í Kína.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×