Fordæma „öfgafullt“ frumvarp: Íþyngjandi fyrir skógrækt Erla Hlynsdóttir skrifar 8. febrúar 2011 10:59 Bæjarstjórn Norðurþings lýsir yfir áhyggjum af því að „duttlingar“ ráðherra hafi áhrif á skógrækt Mynd úr safni / Anton Brink „Það er skoðun bæjarstjórnar Norðurþings að það frumvarp sem hér er kynnt sé öfgafullt og óþarflega íþyngjandi fyrir íbúa landsins. Það á ekki hvað síst við um ákvæði sem virðast íþyngjandi fyrir framgang skógræktar og landgræðslu." Þetta eru lokaorð harðorðrar bókunar bæjarstjórnarinnar frá 25. janúar um frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd. Þar tekur bæjarstjórn undir ítarlega greinargerð bæjarráðs frá 13. janúar og gerir að sínum. Í greinargerðinni eru settar fram alvarlegar athugasemdir við frumvarpið í ellefu liðum. „Hlaðin fordómum" „Ráðið telur tillögurnar öfgafullar og óásættanlegar eins og þær eru kynntar og því tilefni til verulegra athugasemda við frumvarpið af hálfu sveitarfélagsins Norðurþings," segir í bókuninni. Meðal athugasemda er að fjórða grein frumvarpsins um innflutning framandi lífvera á svæði virðist „hlaðin fordómum" í garð nýrra tegunda. Um þriðju grein þar sem fjallað er um náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar segir: „Markmið breytingarinnar virðist helst vera að auka opinber afskipti af breytingum óverulegs votlendis með tilheyrandi skrifræði og tilkostnaði. " Og auk þess: „Það verður að telja gerræðislegt að vernda sérstaklega með lögum öll þau fjölmörgu votlendissvæði sem ekki eru stærri en 1-3 ha að flatarmáli sem sérstæð og fágæt náttúrufyrirbæri."Eykur flækjustig Birkiskóga á einnig að vernda sérstaklega samkvæmt frumvarpinu en þegar eru tiltölulega ítarleg ákvæði til verndar þeim í skógræktarlögum. „Því virðist óþarft, og aðeins til þess fallið að auka flækjustig, að bæta verndun birkiskóga inn í 37. gr. laga um náttúruvernd," segir í bókuninni.Háð duttlingum ráðherra Þegar kemur að dreifingu lifandi lífvera segir í frumvarpinu að ráðherra setji um hana reglugerð, en að ráðherra geti ákveðið að vissum tegundum megi dreifa án leyfis ef ekki er talin hætta á að þær ógni líffræðilegri fjölbreytni. Þetta gagnrýna bæjarstjórnarmenn í Norðurþingi og benda á að engin ákvæði eru í tillögunni um á hvaða forsendum ráðherra ákveður lista leyfilegra tegunda og hann getur breytt honum án aðkomu Alþingis. „Þannig virðist t.d. búið að gera alla landgræðslu og skógrækt hérlendis háða duttlungum umhverfisráðherra. Það virðist gerræðislegt og er ekki ásættanlegt að mati bæjarráðs Norðurþings."Tenglar:Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd Fundargerð bæjarráðs Norðurþings, sjá 17. lið Tengdar fréttir Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“ 1. febrúar 2011 22:00 Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. 31. janúar 2011 12:36 Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni. 2. febrúar 2011 13:24 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Það er skoðun bæjarstjórnar Norðurþings að það frumvarp sem hér er kynnt sé öfgafullt og óþarflega íþyngjandi fyrir íbúa landsins. Það á ekki hvað síst við um ákvæði sem virðast íþyngjandi fyrir framgang skógræktar og landgræðslu." Þetta eru lokaorð harðorðrar bókunar bæjarstjórnarinnar frá 25. janúar um frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd. Þar tekur bæjarstjórn undir ítarlega greinargerð bæjarráðs frá 13. janúar og gerir að sínum. Í greinargerðinni eru settar fram alvarlegar athugasemdir við frumvarpið í ellefu liðum. „Hlaðin fordómum" „Ráðið telur tillögurnar öfgafullar og óásættanlegar eins og þær eru kynntar og því tilefni til verulegra athugasemda við frumvarpið af hálfu sveitarfélagsins Norðurþings," segir í bókuninni. Meðal athugasemda er að fjórða grein frumvarpsins um innflutning framandi lífvera á svæði virðist „hlaðin fordómum" í garð nýrra tegunda. Um þriðju grein þar sem fjallað er um náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar segir: „Markmið breytingarinnar virðist helst vera að auka opinber afskipti af breytingum óverulegs votlendis með tilheyrandi skrifræði og tilkostnaði. " Og auk þess: „Það verður að telja gerræðislegt að vernda sérstaklega með lögum öll þau fjölmörgu votlendissvæði sem ekki eru stærri en 1-3 ha að flatarmáli sem sérstæð og fágæt náttúrufyrirbæri."Eykur flækjustig Birkiskóga á einnig að vernda sérstaklega samkvæmt frumvarpinu en þegar eru tiltölulega ítarleg ákvæði til verndar þeim í skógræktarlögum. „Því virðist óþarft, og aðeins til þess fallið að auka flækjustig, að bæta verndun birkiskóga inn í 37. gr. laga um náttúruvernd," segir í bókuninni.Háð duttlingum ráðherra Þegar kemur að dreifingu lifandi lífvera segir í frumvarpinu að ráðherra setji um hana reglugerð, en að ráðherra geti ákveðið að vissum tegundum megi dreifa án leyfis ef ekki er talin hætta á að þær ógni líffræðilegri fjölbreytni. Þetta gagnrýna bæjarstjórnarmenn í Norðurþingi og benda á að engin ákvæði eru í tillögunni um á hvaða forsendum ráðherra ákveður lista leyfilegra tegunda og hann getur breytt honum án aðkomu Alþingis. „Þannig virðist t.d. búið að gera alla landgræðslu og skógrækt hérlendis háða duttlungum umhverfisráðherra. Það virðist gerræðislegt og er ekki ásættanlegt að mati bæjarráðs Norðurþings."Tenglar:Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd Fundargerð bæjarráðs Norðurþings, sjá 17. lið
Tengdar fréttir Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“ 1. febrúar 2011 22:00 Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. 31. janúar 2011 12:36 Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni. 2. febrúar 2011 13:24 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“ 1. febrúar 2011 22:00
Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. 31. janúar 2011 12:36
Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni. 2. febrúar 2011 13:24