Hetjan með handtöskuna: „Það gerði enginn neitt svo ég lamdi þá bara“ 8. febrúar 2011 13:00 Ellilífeyrisþeginn sem lét til skarar skríða gegn skartgriparæningjum í gær hefur vakið verðskuldaða athygli í breskum miðlum í dag. Vísir greindi frá því fyrr í dag hvernig konan réðst gegn sex skartgriparæningjum með handtöskuna eina að vopni, en þeir voru vopnaðir sleggjum sem þeir notuðu til að mölva rúðurnar í versluninni. Hún náði að trufla þá við iðju sína og tefja þá nógu lengi þannig að lögreglan handsamaði einn á staðnum. Tveir aðrir voru handteknir síðar og hinna er leitað. Daily Mail hefur nú náð tali af konunni, sem vill ekki láta nafns síns getið. Fjölmörg vitni voru að ráninu en gamla konan var sú eina sem hafði kjark til að ráðast gegn ræningjunum. Fleiri komu henni þó til aðstoðar eftir nokkra stund, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn sem náði atvikinu á filmu. „Ég stóð þarna hjá og talaði við konu sem ég þekki þegar ég heyrði mikil læti. Ég leit yfir götuna og sá sex unga menn á vespum," segir gamla konan. „Fyrst hélt ég að einn þeirra hefði orðið fyrir árás hinna og ég ætlaði ekki að horfa upp á hóp manna lemja einn, svo ég ákvað að grípa inn í. Þegar ég kom nær gerði ég mér grein fyrir því að þetta var rán og á varð ég ennþá reiðari." „Einn þeirra stakk strax af en ég náði að berja á honum með töskunni minni. Hann var næstum búinn að keyra á unga konu með barn í kerru. Hinir voru ennþá að reyna að mölva rúðurnar í búðinni. Ég veit ekkert hvað gerðist næst, ég sveiflaði bara töskunni í allar áttir," segir konan. „Síðan reyndu þeir að flýja á vespunum sínum og ég náði nokkrum góðum höggum á einn strákinn og náði að fella hann til jarðar. Ég öskraði á fólkið sem horfði á að koma að hjálpa mér og nokkrir brugðust loks við því." Hún segist fyrst og fremst ánægð með að lögregla skyldi ná í skottið á fjórum ræningjum og þvertekur fyrir að vera hetja. „Ég er ekki hetja og kannski var það heimskulegt af mér að blanda mér í þetta, en einhver varð að gera eitthvað." Tengdar fréttir Hetjan með handtöskuna lét ræningja fá það óþvegið Eldri kona á Bretlandi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu en hún lét til skarar skríða gegn ræningjagengi sem var að ræna skartgripaverslun á dögunum. 8. febrúar 2011 09:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Ellilífeyrisþeginn sem lét til skarar skríða gegn skartgriparæningjum í gær hefur vakið verðskuldaða athygli í breskum miðlum í dag. Vísir greindi frá því fyrr í dag hvernig konan réðst gegn sex skartgriparæningjum með handtöskuna eina að vopni, en þeir voru vopnaðir sleggjum sem þeir notuðu til að mölva rúðurnar í versluninni. Hún náði að trufla þá við iðju sína og tefja þá nógu lengi þannig að lögreglan handsamaði einn á staðnum. Tveir aðrir voru handteknir síðar og hinna er leitað. Daily Mail hefur nú náð tali af konunni, sem vill ekki láta nafns síns getið. Fjölmörg vitni voru að ráninu en gamla konan var sú eina sem hafði kjark til að ráðast gegn ræningjunum. Fleiri komu henni þó til aðstoðar eftir nokkra stund, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn sem náði atvikinu á filmu. „Ég stóð þarna hjá og talaði við konu sem ég þekki þegar ég heyrði mikil læti. Ég leit yfir götuna og sá sex unga menn á vespum," segir gamla konan. „Fyrst hélt ég að einn þeirra hefði orðið fyrir árás hinna og ég ætlaði ekki að horfa upp á hóp manna lemja einn, svo ég ákvað að grípa inn í. Þegar ég kom nær gerði ég mér grein fyrir því að þetta var rán og á varð ég ennþá reiðari." „Einn þeirra stakk strax af en ég náði að berja á honum með töskunni minni. Hann var næstum búinn að keyra á unga konu með barn í kerru. Hinir voru ennþá að reyna að mölva rúðurnar í búðinni. Ég veit ekkert hvað gerðist næst, ég sveiflaði bara töskunni í allar áttir," segir konan. „Síðan reyndu þeir að flýja á vespunum sínum og ég náði nokkrum góðum höggum á einn strákinn og náði að fella hann til jarðar. Ég öskraði á fólkið sem horfði á að koma að hjálpa mér og nokkrir brugðust loks við því." Hún segist fyrst og fremst ánægð með að lögregla skyldi ná í skottið á fjórum ræningjum og þvertekur fyrir að vera hetja. „Ég er ekki hetja og kannski var það heimskulegt af mér að blanda mér í þetta, en einhver varð að gera eitthvað."
Tengdar fréttir Hetjan með handtöskuna lét ræningja fá það óþvegið Eldri kona á Bretlandi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu en hún lét til skarar skríða gegn ræningjagengi sem var að ræna skartgripaverslun á dögunum. 8. febrúar 2011 09:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Hetjan með handtöskuna lét ræningja fá það óþvegið Eldri kona á Bretlandi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu en hún lét til skarar skríða gegn ræningjagengi sem var að ræna skartgripaverslun á dögunum. 8. febrúar 2011 09:09