Innlent

Fara fram á endurupptöku í stjórnlagaþingsmálinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Krafan verður lögð fram í nafni Gísla Tryggvasonar. Mynd/ Daníel.
Krafan verður lögð fram í nafni Gísla Tryggvasonar. Mynd/ Daníel.
Hópur fulltrúa sem kjörinn var á stjórnlagaþing ætlar að fara fram á það í dag að Hæstiréttur mun fjalla aftur um kæru þremenninga sem kærðu stjórnlagaþingskosningarnar.

Sem kunnugt er dæmdi Hæstiréttur kosningarnar ógildar á dögunum. Samkvæmt heimildum Vísis verður krafan lögð fram í nafni Gísla Tryggvasonar, eins þeirra sem kjörinn var á þingið, en hún verður lögð fram í samráði við fleiri kjörna fulltrúa.

Fólkið sem krefst endurupptöku málsins telur að grein Reynis Axelssonar um kosningarnar sýni að Hæstiréttur hafi ekki reifað mikilvæg gögn í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×