Bifreiðin var brunnin, en lögreglan telur að hún hafi brunnið fyrir nokkru síðan. Fáar vísbendingar hafa borist lögreglu um ferðir Matthíasar.
Talið er hugsanlegt að Matthías hafi verið á ferðinni á Selfossi viku fyrir jól. Þá var hann staddur á Austurvegi á móts við mjólkurbú Flóamanna á leið til austurs.
