Enski boltinn

Hreyfingar hjá Stoke - Tuncay Sanli til Wolfsburg

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Tyrkneski landsliðsmaðurinn Tuncay Sanli samdi í dag við þýska félagið Wolfsburg en hann hefur alls ekki náð sér á strik hjá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City
Tyrkneski landsliðsmaðurinn Tuncay Sanli samdi í dag við þýska félagið Wolfsburg en hann hefur alls ekki náð sér á strik hjá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City Nordic Photos/Getty Images

Tyrkneski landsliðsmaðurinn Tuncay Sanli samdi í dag við þýska félagið Wolfsburg en hann hefur alls ekki náð sér á strik hjá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. Það er því einhver að vinna á skrifstofunni hjá Stoke þessa stundina en engar fregnir hafa borist af væntanlegum félagaskiptum Eiðs Smára Guðjohnsen sem er sagður á förum frá Stoke.

Tuncay hefur verið hjá Stoke í 18 mánuði en Tony Pulis knattspyrnustjóri Stoke hefur ekki gefið honum mörg tækifæri. Þýska liðið greiðir um 5 milljónir punda fyrir Tuncay sem er sama upphæð og Stoke borgaði fyrir hann þegar hann var keyptur frá Middlesbrough.

Steve McClaren er þjálfari Wolfsburg en hann getur keypt einhverja leikmenn eftir að Manchester City keypti Edin Dzeko á dögunum frá þýska liðinu fyrir um 27 milljónir punda eða 5 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×