Heimsendir í nánd í nýju lagi frá Nýdanskri 8. janúar 2011 10:00 Daníel Ágúst, Björn Jörundur og Jón Ólafsson ásamt Kidda í Memfismafíunni. Fréttablaðið/Vilhelm Hljómsveitin Nýdönsk er komin í hljóðver og vinnur að upptökum á nýju lagi. Lagið heitir Í nánd og er gefið út í tilefni af sýningu hljómsveitarinnar í Borgarleikhúsinu í febrúar. „Ég myndi segja að lagið sé í hressari kantinum," segir Björn Jörundur Friðbjörnsson, söngvari Nýdanskrar, og fyrir aftan heyrist í Jóni Ólafssyni leggja orð í belg: „Í svalari kantinum." Og Björn tekur aftur við: „Þetta er svona svalandi eins og norðanbálið sem brennur á okkur á meðan við tölum saman." Nýdönsk vinnur nú að upptökum á laginu Í nánd, sem kemur út á næstunni í tilefni af sýningu hljómsveitarinnar í Borgarleikhúsinu í byrjun febrúar. Tilviljun réði því að hljómsveitin hóf upptökur á laginu á sama tíma og fuglar hófu að falla dauðir af himnum víða um heim. „Það er bara til þess að renna stoðum undir það sem fjallað er um í laginu," segir Björn. „Heimsendir er í nánd í laginu. Heimsendaspámennirnir hafa orðið ofan á í fjölmiðlum síðustu mánuði - er það ekki veðrið og fugladauði sem hefur orðið til þess að þeir halda að heimsendir sé fram undan? Við erum reyndar ekkert að tala um nýliðna atburði í laginu." Nýdönsk sendi síðast frá sér plötuna Turninn fyrir tveimur árum, en platan markaði jafnframt endurkomu Daníels Ágústs í hljómsveitina. Björn útilokar ekki að ný plata komi frá hljómsveitinni á árinu. „Það má vel vera. Það kemur plata einhvern tíma. Hvort hún verði kláruð á árinu eða næsta ári, veit ég ekki. Það er alltaf plata á leiðinni," útskýrir Björn. „Það fer eftir því hvernig okkur gengur að búa til boðlega tónlist." En er samstarfið farið að stirðna eftir öll þessi ár? „Samstarfið er mjög gott vegna þess að við eyðum orðið svo litlum tíma saman. Hér áður vorum við saman allan daginn, alla vikuna. Þá fengum við nóg af hver öðrum. Núna erum við aldrei saman nema við þurfum þess. Það kemur mjög vel út. Þannig geta hljómsveitir verið starfandi að eilífu." Meðlimir Nýdanskrar hafa fengist við ýmislegt en sjálfur hefur Björn farið reglulega á sjó í gegnum tíðina. „Ég var í trilluútgerð í fyrrasumar - skellti mér í það mér til ánægju og yndisauka," segir hann. „Fór svo í beinu framhaldi af því aðeins á sjóinn hjá félaga mínum á Siglufirði. Ég og annar félagi minn erum þar með trilluna. Ég á ættir að rekja þangað." Og hvað ertu að fiska? „Það sem bítur á." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Hljómsveitin Nýdönsk er komin í hljóðver og vinnur að upptökum á nýju lagi. Lagið heitir Í nánd og er gefið út í tilefni af sýningu hljómsveitarinnar í Borgarleikhúsinu í febrúar. „Ég myndi segja að lagið sé í hressari kantinum," segir Björn Jörundur Friðbjörnsson, söngvari Nýdanskrar, og fyrir aftan heyrist í Jóni Ólafssyni leggja orð í belg: „Í svalari kantinum." Og Björn tekur aftur við: „Þetta er svona svalandi eins og norðanbálið sem brennur á okkur á meðan við tölum saman." Nýdönsk vinnur nú að upptökum á laginu Í nánd, sem kemur út á næstunni í tilefni af sýningu hljómsveitarinnar í Borgarleikhúsinu í byrjun febrúar. Tilviljun réði því að hljómsveitin hóf upptökur á laginu á sama tíma og fuglar hófu að falla dauðir af himnum víða um heim. „Það er bara til þess að renna stoðum undir það sem fjallað er um í laginu," segir Björn. „Heimsendir er í nánd í laginu. Heimsendaspámennirnir hafa orðið ofan á í fjölmiðlum síðustu mánuði - er það ekki veðrið og fugladauði sem hefur orðið til þess að þeir halda að heimsendir sé fram undan? Við erum reyndar ekkert að tala um nýliðna atburði í laginu." Nýdönsk sendi síðast frá sér plötuna Turninn fyrir tveimur árum, en platan markaði jafnframt endurkomu Daníels Ágústs í hljómsveitina. Björn útilokar ekki að ný plata komi frá hljómsveitinni á árinu. „Það má vel vera. Það kemur plata einhvern tíma. Hvort hún verði kláruð á árinu eða næsta ári, veit ég ekki. Það er alltaf plata á leiðinni," útskýrir Björn. „Það fer eftir því hvernig okkur gengur að búa til boðlega tónlist." En er samstarfið farið að stirðna eftir öll þessi ár? „Samstarfið er mjög gott vegna þess að við eyðum orðið svo litlum tíma saman. Hér áður vorum við saman allan daginn, alla vikuna. Þá fengum við nóg af hver öðrum. Núna erum við aldrei saman nema við þurfum þess. Það kemur mjög vel út. Þannig geta hljómsveitir verið starfandi að eilífu." Meðlimir Nýdanskrar hafa fengist við ýmislegt en sjálfur hefur Björn farið reglulega á sjó í gegnum tíðina. „Ég var í trilluútgerð í fyrrasumar - skellti mér í það mér til ánægju og yndisauka," segir hann. „Fór svo í beinu framhaldi af því aðeins á sjóinn hjá félaga mínum á Siglufirði. Ég og annar félagi minn erum þar með trilluna. Ég á ættir að rekja þangað." Og hvað ertu að fiska? „Það sem bítur á." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“