Lífið

Frægur leikstjóri á leið til Grundarfjarðar

Hér má sjá leikstjórann Romain Gavras ásamt söngkonunni M.I.A. Hann verður í dómnefnd á Northern Wave-kvikmyndahátíðinni. Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, en ánægð með þátttöku hans. nordicphotos/getty
Hér má sjá leikstjórann Romain Gavras ásamt söngkonunni M.I.A. Hann verður í dómnefnd á Northern Wave-kvikmyndahátíðinni. Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, en ánægð með þátttöku hans. nordicphotos/getty

Franski leikstjórinn Romain Gavras verður gestur og dómari á Northern Wave-kvikmyndahátíðinni sem haldin verður í Grundarfirði fyrstu helgina í mars. Gavras hefur unnið með ýmsum þekktum tónlistarmönnum og leikstýrði meðal annars hinu umdeilda myndbandi söngkonunnar M.I.A. við lagið Born Free. Auk þess hefur hann unnið með bresku hljómsveitinni The Last Shadow Puppets og hinni vinsælu danssveit Justice.

Gavras þykir mjög efnilegur kvikmyndagerðarmaður og hefur frægðarsól hans risið hratt undanfarin ár. Hann er einnig sonur gríska leikstjórans Costa-Gavras, sem er þekktastur fyrir kvikmyndina Z, og hefur því ekki langt að sækja hæfileikana.

Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri Northern Wave, segist mjög ánægð með þátttöku Gavras enda sé hún mikill aðdáandi verka hans. „Mér datt í hug að athuga hvort hann hefði áhuga á að koma og taka að sér að dæma þau tónlistarmyndbönd sem taka þátt í ár. Hann tók mjög vel í boðið og situr því bæði í dómnefnd og verður með fyrirlestur á hátíðinni,“ segir Dögg og bætir við: „Þetta er í annað sinn sem franskur leikstjóri er í dómnefnd hjá okkur. Sá fyrri endaði á því að taka upp heila kvikmynd hér á landi eftir dvölina hér og sú var meðal annars sýnd á kvikmyndahátíð í Feneyjum. Það verður spennandi að sjá hvort heimsókn Romains verði honum líka innblástur.“- sm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.