Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis 12. janúar 2011 07:00 jóel færseth einarsson Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. „Íslensk stjórnvöld sendu í lok desember, erindi til indverskra yfirvalda þar sem óskað er tiltekinna upplýsinga sem ætlað er að greiða úr óvissu um réttarstöðu barnsins, hvað varðar ríkisfang og hvort hin íslensku hjón fari með forsjá þess að indverskum lögum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins. „Þessar upplýsingar hafa ekki borist en þegar afstaða indverskra yfirvalda liggur fyrir er vonast til að unnt verði að afhenda íslensku hjónunum vegabréf barnsins.“ Jóel fæddist á Indlandi í nóvember síðastliðnum. Foreldrar hans, þau Einar Þór Færseth og Helga Sveinsdóttir, fengu hjálp indverskrar staðgöngumóður sem gekk með barnið fyrir þau. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi, en engin lög eru til um hana á Indlandi. Dögg Pálsdóttir, lögmaður hjónanna, segir alls óvíst hvort eða hvenær indversk stjórnvöld verði við beiðni ráðuneytisins. Fyrirspurnin felur meðal annars í sér endanlega staðfestingu á því að Helga og Einar fari með forsjá barnsins, en einnig hvort Jóel hafi við fæðingu einnig fengið indverskan ríkisborgararétt. Þá vill ráðuneytið fá staðfestingu á því að Einar sé í raun líffræðilegur faðir barnsins. Á fæðingarvottorði Jóels, sem er gefið út af yfirvöldum í Maharashtra-ríki á Indlandi, eru Helga og Einar skráðir foreldrar hans. Vottorðið hefur verið staðfest af utanríkisráðuneyti Indlands. Innanríkisráðuneytið hefur ekki staðfest við Dögg hvers vegna vottorðið sé ekki nægilegt til að veita barninu vegabréf, að auki sé Alþingi búið að veita Jóel íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvenær indversk stjórnvöld munu svara þessari fyrirspurn,“ segir Dögg. „Á meðan ráðuneytið ætlar að láta þetta stýra vinnubrögðum í málinu, er alls óvíst hvenær þau komast til Íslands með barnið.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. „Íslensk stjórnvöld sendu í lok desember, erindi til indverskra yfirvalda þar sem óskað er tiltekinna upplýsinga sem ætlað er að greiða úr óvissu um réttarstöðu barnsins, hvað varðar ríkisfang og hvort hin íslensku hjón fari með forsjá þess að indverskum lögum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins. „Þessar upplýsingar hafa ekki borist en þegar afstaða indverskra yfirvalda liggur fyrir er vonast til að unnt verði að afhenda íslensku hjónunum vegabréf barnsins.“ Jóel fæddist á Indlandi í nóvember síðastliðnum. Foreldrar hans, þau Einar Þór Færseth og Helga Sveinsdóttir, fengu hjálp indverskrar staðgöngumóður sem gekk með barnið fyrir þau. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi, en engin lög eru til um hana á Indlandi. Dögg Pálsdóttir, lögmaður hjónanna, segir alls óvíst hvort eða hvenær indversk stjórnvöld verði við beiðni ráðuneytisins. Fyrirspurnin felur meðal annars í sér endanlega staðfestingu á því að Helga og Einar fari með forsjá barnsins, en einnig hvort Jóel hafi við fæðingu einnig fengið indverskan ríkisborgararétt. Þá vill ráðuneytið fá staðfestingu á því að Einar sé í raun líffræðilegur faðir barnsins. Á fæðingarvottorði Jóels, sem er gefið út af yfirvöldum í Maharashtra-ríki á Indlandi, eru Helga og Einar skráðir foreldrar hans. Vottorðið hefur verið staðfest af utanríkisráðuneyti Indlands. Innanríkisráðuneytið hefur ekki staðfest við Dögg hvers vegna vottorðið sé ekki nægilegt til að veita barninu vegabréf, að auki sé Alþingi búið að veita Jóel íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvenær indversk stjórnvöld munu svara þessari fyrirspurn,“ segir Dögg. „Á meðan ráðuneytið ætlar að láta þetta stýra vinnubrögðum í málinu, er alls óvíst hvenær þau komast til Íslands með barnið.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira