Enski boltinn

Vígi Southampton hrundi | Fyrsta heimavallartapið á árinu

Sjúkraþjálfarinn Nigel Adkins hefur gert ótrúlega hluti með Southampton.
Sjúkraþjálfarinn Nigel Adkins hefur gert ótrúlega hluti með Southampton.
Stórtíðindi áttu sér stað í ensku 1. deildinni í kvöld þegar Southampton tapaði sínum fyrsta heimaleik á árinu. Það var gegn Bristol City en Stephen Pearson skoraði eina mark leiksins ellefu mínútum fyrir leikslok.

Sigurinn var afar óvæntur. Ekki bara fyrir þær sakir að Dýrlingarnir virtust ekki geta tapað á heimavelli heldur einnig vegna þess að Bristol var í fallsæti. Southampton er enn á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið.

Southampton var búið að spila 25 heimaleiki í röð án þess að tapa en það er met.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×