Enski boltinn

Bellamy hetja Liverpool í sigri á Newcastle

Bellamy fagnar í kvöld.
Bellamy fagnar í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Liverpool komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann góðan 3-1 heimasigur á Newcastle. Craig Bellamy var hetja Liverpool en Andy Carroll náði ekki að skora gegn sínu gamla félagi.

Eftir 25 mínútna leik skoraði Newcastle úr nánast sinni fyrstu sókn. Sending í teiginn, Cabaye skallar boltann sem fór í Agger og í netið. Talsverður heppnisstimpill á þessu marki.

Liverpool hóf strax stórsókn og aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Craig Bellamy leikinn. Hann hirti þá frákast í teignum og skoraði með þrumuskoti neðst í markhornið.

Það var ekkert að gerast í síðari hálfleik þegar Craig Bellamy skoraði beint úr aukaspyrnu. Danny Simpson þvældist fyrir markverðinum á línunni og átti síðustu snertinguna áður en boltinn fór inn. Afar klaufalegt mark.

Skömmu síðar var Demba Ba ekki fjarri því að jafna en Martin Skrtel bjargaði á ævintýralegan hátt á línu.

Steven Gerrard kom af bekknum er hálftími lifði leiks og hann hleypti talsverðu lífi í leik Liverpool. Þrettán mínútum fyrir leikslok fékk Gerrard svo góða sendingu frá Henderson. Gerrard rúllaði boltanum undir markvörð Newcastle og í netið.

Liverpool komst upp í fimmta sæti ensku

úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann góðan 3-1

heimasigur á Newcastle. Craig Bellamy var hetja

Liverpool en Andy Carroll náði ekki að skora gegn sínu

gamla félagi.

Eftir 25 mínútna leik skoraði Newcastle úr nánast

sinni fyrstu sókn. Sending í teiginn, Cabaye skallar

boltann sem fór í Agger og í netið. Talsverður

heppnisstimpill á þessu marki.

Liverpool hóf strax stórsókn og aðeins fjórum mínútum

síðar jafnaði Craig Bellamy leikinn. Hann hirti þá

frákast í teignum og með þrumuskoti neðst í

markhornið.

Það var ekkert að gerast í síðari hálfleik þegar Craig

Bellamy skoraði beint úr aukaspyrnu. Danny Simpson

þvældist fyrir markverðinum á línunni og átti síðustu

snertinguna áður en boltinn fór inn. Afar klaufalegt

mark.

Skömmu síðar var Demba Ba ekki fjarri því að jafna en

Martin Skrtel bjargaði á ævintýralegan hátt á línu.

Steven Gerrard kom af bekknum er hálftími lifði leiks

og hann hleypti talsverðu lífi í leik Liverpool.

Þrettán mínútum fyrir leikslok fékk Gerrard svo góða

sendingu frá Henderson. Gerrard rúllaði boltanum undir

markvörð Newcastle og í netið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×