Enski boltinn

Enrique stefnir á Meistaradeildina með Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Varnarmaðurinn Jose Enrique segir að Liverpool sé með nógu gott lið til að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu nú í vor.

Liverpool mætir hans gamla félagi, Newcastle, í ensku úrvalsdeildinni í vor og geta með sigri jafnað Chelsea að stigum í fjórða sæti deildarinnar.

Liðinu hefur þó gert sex jafntefli í níu leikjum sínum á heimavelli til þessa og skorað bara 21 mark í deildinni á tímabilinu.

„Ég held að við getum gert betur og komist upp í Meistaradeildarsæti," sagði hann en fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar öðlast þátttökurétt í Meistaradeildinni. „Deildin er hins vegar mjög erfið vegna þess að Manchester City og Manchester United eru bæði betri en við."

„En félagið byrjaði að kaupa leikmenn í sumar og eyddi miklum pening í það. Ég held að þetta lið verði aftur í fremstu röð í framtíðinni."

„Ég er mjög ánægður hjá Liverpool og nýt þess að spila með leikmönnum eins og Maxi Rodriguez, Steven Gerrard og Luis Suarez. Það er auðvelt að spila með svo góðum leikmönnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×