Enski boltinn

Alex ætlar aftur til Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Alex segir að hann ætli sér að fara aftur til heimalandsins þegar hann losnar frá Chelsea nú í janúar.

„Það myndi þurfa eitthvað mjög sérstakt til að halda mér í Evrópu," sagði hann en Alex er 29 ára gamall miðvörður sem hefur ekki verið í náðinni síðan að Andre Villas-Boas tók við Chelsea.

Hann veit þó að hann fær aldrei sambærileg laun í Brasilíu og hann gæti fengið í Evrópu. „Það vissi ég um leið og ég fór fram á að verða seldur. En brasilíska deildin er mjög góð og er ég á leiðinni heim nema eitthvað mjög sérstakt komi upp."

Alex samdi fyrst við Chelsea árið 2004 en lék fyrstu þrjú ár sem lánsmaður hjá PSV í Hollandi. Hann hafði áður leikið með Santos í Brasilíu en samtals á hann átján landsleiki að baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×