Enski boltinn

Harewood samdi við Nottingham Forest

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harewood í leik með Guangzhou í Kína.
Harewood í leik með Guangzhou í Kína. Nordic Photos / Getty Images
Sóknarmaðurinn Marlon Harewood hefur gengið til liðs við enska B-deildarliðið Nottingham Forest en hann gerði fjögurra mánaða samning við félagið.

Harewood er 32 ára gamall og var síðasta á mála hjá Guangzhou í Kína. Hann hefur æft með Forest síðustu sex vikurnar og Steve Cotterill, stjóri liðsins, ákvað að bjóða honum samning.

„Við vonum að hann muni skora nokkur mörk fyrir okkur. Þetta er reyndur kappi og hefur alltaf verið duglegur að skora, hvar sem hann hefur spilað," sagði Cotterill.

Harwood hóf feril sinn hjá Forest og skoraði 51 mark í 191 deildarleik með liðinu. Hann hefur einnig spilað með West Ham, Aston Villa og Blackpool í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×