Viltu vinna miða á Jon Lajoie? Einn miði eftir hver 100 "læk" 11. maí 2011 14:00 Grínistinn Jon Lajoie er kominn til landsins. Myndbönd hans á Youtube eru komin með hátt í 300 milljón áhorf, en hann er spenntur fyrir að vera túristi á Íslandi. Lajoie kemur fram í Háskólabíói á morgun og geta lesendur Vísis orðið sér úti um ókeypis miða á fjörið. Það eina sem þarf að gera er að setja "læk" við þetta skemmtilega viðtal við Lajoie hér að neðan og senda fullt nafn í tölvupósti til IceGigg Entertainment. Gefinn verður miði á 100 "læka" fresti þannig að það er nóg í pottinum! Sjúkur húmor frá Kanada„Þetta verður fjölbreytt sýning og það verður mikið af sjúkum og brengluðum húmor," segir kanadíski grínistinn Jon Lajoie. Lajoie kom til landsins í gær. Hann segir ferð til Íslands hafa verið lengi á döfinni en fékk nauðsynlegt spark í rassinn þegar haft var samband og honum boðið að koma hér fram. „Ég var mjög ánægður þegar haft var samband við mig og mér boðið að vera með uppistand á Íslandi," segir Lajoie. „Þið eruð með góðan húmor, allavega þeir sem ég hef hitt. Ég hlakka til að koma fram og sjá hversu langt ég get gengið." Ætlarðu yfir strikið? „Ég ætla að reyna. En það virðist ekki vera neitt strik hjá ykkur. Ég er aðeins búinn að prófa grínið og þið gangið strax eins langt og þið komist. Ég kann vel við ykkur." Jon Lajoie býr í Los Angeles, þar sem hann kemur fram í sjónvarpsþáttunum The League. Grínmyndbönd hans á Youtube komu honum á kortið, en áhorf á myndbönd hans nálgast 300 milljónir. Á sýningunni á morgun ætlar hann meðal annars að kenna fólki að gera vinsæl netmyndbönd. „Það er auðvitað bara grín," segir hann. „En það er mikið af tónlist, sum gömul lög og önnur ný sem fólk þekkir ekki. Ég hef aldrei flutt lagið WTF Collective á sviði og ætla að gera það í fyrsta skipti á sviði á Íslandi." Þegar karlmenn úr skemmtanabransanum koma til Íslands detta þeir yfirleitt í það og elta stelpurnar. Ætlar þú að gera það? „Guð minn almáttugur, það er ógeðslegt. Nei. Ég ætla ekki að gera mig að fífli." En í alvöru? „En í alvöru, jújú. Konurnar ykkar. Ég veit ekki hvað þið setjið í vatnið, en guð minn góður." Ertu mikill drykkjumaður? „Ég er að reyna að drekka minna. Ég drekk yfirleitt ekkert eða þúsund drykki og gleymi öllu. Það kemur oft fyrir og núna er ég að jafna mig á lungnabólgu þannig að ég neyðist til að haga mér sæmilega vel. Sem er fyrir bestu." Lajoie hyggst vera á landinu í tæpa viku, en hann ferðast með Jason bróður sínum, sem er einnig aðstoðarmaður hans. Þeir ætla að vera miklir túristar á landinu og Lajoie segist vera búinn að lesa túristabókina sína spjalda á milli. „Ég vil fara í hvalaskoðun, gönguferðir og í Bláa lónið," segir hann. „Allar þessar túristaferðir sem eru eflaust ekkert spennandi fyrir ykkur. Ég vil nýta ferðina til hins ítrasta." Miðasala á sýningu Jon Lajoie fer fram í versluninni Skór.is í Kringlunni. Grínistinn Þórhallur Þórhallsson sér um upphitun. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira
Grínistinn Jon Lajoie er kominn til landsins. Myndbönd hans á Youtube eru komin með hátt í 300 milljón áhorf, en hann er spenntur fyrir að vera túristi á Íslandi. Lajoie kemur fram í Háskólabíói á morgun og geta lesendur Vísis orðið sér úti um ókeypis miða á fjörið. Það eina sem þarf að gera er að setja "læk" við þetta skemmtilega viðtal við Lajoie hér að neðan og senda fullt nafn í tölvupósti til IceGigg Entertainment. Gefinn verður miði á 100 "læka" fresti þannig að það er nóg í pottinum! Sjúkur húmor frá Kanada„Þetta verður fjölbreytt sýning og það verður mikið af sjúkum og brengluðum húmor," segir kanadíski grínistinn Jon Lajoie. Lajoie kom til landsins í gær. Hann segir ferð til Íslands hafa verið lengi á döfinni en fékk nauðsynlegt spark í rassinn þegar haft var samband og honum boðið að koma hér fram. „Ég var mjög ánægður þegar haft var samband við mig og mér boðið að vera með uppistand á Íslandi," segir Lajoie. „Þið eruð með góðan húmor, allavega þeir sem ég hef hitt. Ég hlakka til að koma fram og sjá hversu langt ég get gengið." Ætlarðu yfir strikið? „Ég ætla að reyna. En það virðist ekki vera neitt strik hjá ykkur. Ég er aðeins búinn að prófa grínið og þið gangið strax eins langt og þið komist. Ég kann vel við ykkur." Jon Lajoie býr í Los Angeles, þar sem hann kemur fram í sjónvarpsþáttunum The League. Grínmyndbönd hans á Youtube komu honum á kortið, en áhorf á myndbönd hans nálgast 300 milljónir. Á sýningunni á morgun ætlar hann meðal annars að kenna fólki að gera vinsæl netmyndbönd. „Það er auðvitað bara grín," segir hann. „En það er mikið af tónlist, sum gömul lög og önnur ný sem fólk þekkir ekki. Ég hef aldrei flutt lagið WTF Collective á sviði og ætla að gera það í fyrsta skipti á sviði á Íslandi." Þegar karlmenn úr skemmtanabransanum koma til Íslands detta þeir yfirleitt í það og elta stelpurnar. Ætlar þú að gera það? „Guð minn almáttugur, það er ógeðslegt. Nei. Ég ætla ekki að gera mig að fífli." En í alvöru? „En í alvöru, jújú. Konurnar ykkar. Ég veit ekki hvað þið setjið í vatnið, en guð minn góður." Ertu mikill drykkjumaður? „Ég er að reyna að drekka minna. Ég drekk yfirleitt ekkert eða þúsund drykki og gleymi öllu. Það kemur oft fyrir og núna er ég að jafna mig á lungnabólgu þannig að ég neyðist til að haga mér sæmilega vel. Sem er fyrir bestu." Lajoie hyggst vera á landinu í tæpa viku, en hann ferðast með Jason bróður sínum, sem er einnig aðstoðarmaður hans. Þeir ætla að vera miklir túristar á landinu og Lajoie segist vera búinn að lesa túristabókina sína spjalda á milli. „Ég vil fara í hvalaskoðun, gönguferðir og í Bláa lónið," segir hann. „Allar þessar túristaferðir sem eru eflaust ekkert spennandi fyrir ykkur. Ég vil nýta ferðina til hins ítrasta." Miðasala á sýningu Jon Lajoie fer fram í versluninni Skór.is í Kringlunni. Grínistinn Þórhallur Þórhallsson sér um upphitun. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira